Vilt þú læra að hafa áhrif?

JCI hreyfingin er félagsskapur ungs fólks á aldrinum 18 – 40 ára. JCI er alþjóðleg hreyfing sem starfar í yfir 100 löndum um allan heim. Í JCI bjóðum við uppá vettvang þar sem ungt fólk getur þjálfað sig upp í vandaðri félagslegri færni og þannig haft jákvæð áhrif á sjálft sig og umhverfi sitt. Með félagslegri færni er átt m.a. við þjálfun í framkomu & tjáningu, fundafærni, verkefnaskipulagningu, samskiptafærni, að leiða & vera virkur í hópum sem skila kjörárangri, að leiðbeina á námskeiðum og í stjórnarstörfum félaga.

JCI Ísland ætlar að stofna félag á Akureyri og býður þér af því tilefni að kynna þér nánar starfsemi JCI.

Þriðjudaginn 21. júní kl. 20 á Bláu könnunni. Kaffispjall um JCI starfið og út á hvað það gengur.

Mánudaginn 27. júní kl. 19.30 í kaffiteríu Amtsbókasafnsins. Ca tveggja klukkustunda námskeið um hópastarf og fundafærni.

Þú ert velkomin(n) á annað hvort eða bæði skiptin. Þú skráir þig með því að senda tölvupóst á netfangið helgi@jci.is, það er þó ekki skilyrði fyrir mætingu.

Nánari upplýsingar um JCI á Íslandi má finna inná www.jci.is.

JCI Ísland