Fundaþjónusta JCI

JCI hefur marga reynda fundarstjóra og fundarritara innan sinna raða. Mikil áhersla er lögð á skipulag og skilvirkni á fundum JCI. Vanti þig fundarstjóra, fundarritara eða svör við fyrirspurnum varðandi fundahald vinsamlegast hafið samband við okkur á jci@jci.is.

Einnig bjóðum við upp á námskeið í fundarsköpum, fundarstjórn og fundarritun.

JCI Ísland hefur gefið út síðan 1979 bók um fundarsköp og fundarstjórnun. Sú bók hefur verið staðfærð að íslenskum aðstæðum og byggir á Parliamentary Procedure at a Glance eftir O. Garfield Jones.

Hér fyrir neðan má find myndband sem JCI gerði sem sýnir mikilvægi fundarstjórnunar.