Fundarsköp og fundarstjórn

Þetta er tilvalið námskeið fyrir alla þá sem sitja fundi og eru þreyttir á hversu miklum tíma er sóað.

Farið er yfir öll grundvallaratriði fundarskapa og þátttakendur fá tækifæri til að framfylgja réttum fundarsköpum og stjórna fundum samkvæmt þeim. Farið er í meðhöndlun breytingartillagna hverskonar, úrskurði deilumála o.fl.

Tilgangurinn er að þjálfa þátttakendur í að taka virkan þátt í fundarstörfum og tryggja markvissan og góðan fund.

Námskeiðið er 4 kvöld og æskilegur fjöldi þátttakenda er 6 – 12 manns.

Fundarritun

Flesta fundi þarf að rita. Þegar slíkt er ekki gert eða illa gert þá lýsir það sér í löngum fundarsetum sem nánast eru til einskis þar sem fundirnir skilja lítið eftir sig og ákvörðunum og framkvæmdum er illa fylgt eftir.

Þetta námskeið þjálfar þátttakendur til að geta verið fundarritarar á öllum fundum, allt frá stórum aðalfundum niður í einfalda fundi hjá nefndum eða vinnuhópum.  Tilgangurinn er að þátttakendur geti skráð gerðir funda beint í fundagerðabók til upplestrar og samþykktar í fundarlok.  Einnig er farið yfir önnur atriði sem eru gagnleg öllum þeim sem sitja, rita og stjórna fundum.

Námskeiðið er tvö kvöld og fjöldi æskilegra þátttakenda er 6 – 14 manns.