Skapandi ungir frumkvöðlar – CYEA

CYEA stendur fyrir “Creative Young Entrepreneur Award” sem á íslensku er Skapandi ungir frumkvöðlar. Verkefninu var fyrst hrint af stað árið 2013 með fjölda viðburða sem vöktu athygli á samféagslegri ábyrgð fyrirtækja og endaði með því að verðauna skapandi ungan frumkvöðul við hátíðlega athöfn.

Tilgangur CYEA

Verkefnið  veitir ungum frumkvöðlum viðurkenningu fyrir að sýna samfélagslega ábyrgð í rekstri fyrirtækja (CSR – Corporate Social Responsibility). 

Það felst m.a. í að:

  • Breyta áherslu viðskipta með samfélagslega ábyrgð í huga
  • Stuðla að vitundavakningu við innleiðingu hugmyndafræði CSR
  • Hvetja fyrirtæki til að hrinda samfélagslega ábyrgri stefnu í framkvæmd
  • Búa til vettvang til að styrkja tengslanet og skiptast á lausnum

Okkar trú

Verkefnið byggir á þeirri trú að hagkerfið geti skilað meiri arðsemi og á sama tíma verið í meira jafnvægi við náttúru og samfélagið. Fyrirtæki eru drifkraftur breytinga. Fyrirtæki kjósa hráefnið sitt, verklagsreglur, vöruna sem þau markaðsetja og hvernig úrgangur er meðhöndlaður. Starfsmenn eru líka neytendur, foreldrar, fjölskyldumeðlimir og vinir.

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja verður ný kjarna stefna í viðskiptum.

Sýn okkar er að auka vitund á samfélagslegri ábyrgð og staðsetja okkur fyrir framan nýja tískubylgju.

Samstarfsaðilar