Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

NKGÍ fjölda ára hafa JCI og Nýsköpunarkeppni Grunnskólanna verið í góðu samstarfi. Á hverju ári fær JCI það skemmtilega verkefni að efla færni þátttakenda við að koma hugmyndum sínum á framfæri í ræðuformi.

Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda (NKG) er hugmyndasamkeppni fyrir nemendur í 5. 6. og 7 bekk í grunnskóla. Undirbúningur í skólum landsins fer fram samhliða skólaárinu. NKG hefst á haustin og lýkur á vorin með vinnusmiðju þar sem þátttakendur í úrslitum fá tækifæri til að útfæra hugmyndir sínar frekar með aðstoð leiðbeinenda frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Þegar kemur að keppninni sjálfri þarf svo að kynna hugmyndirnar og í aðdragenda þess koma félagar frá JCI inn og þjálfa nemendurna í framsögu og kynningum.

Þetta er eitt af skemmtilegustu verkefnunum sem JCI tekur þátt í, að vinna með krökkunum í keppninni enda eru þau uppfull af skemmtilegum hugmyndum og pælingum.