NothingButNets_bannerVerkefnið Nothing but nets er verkefni sem JCI er að vinna í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar. Verkefnið gengur út á að bjarga börnum frá malaríu í Afríku.

Hvernig fer verkefnið fram?
Verkefnið gengur út að kaupa net gegn malaíru, en hvert net kostar 10$. Öll framlög sem berast fara beint í að greiða fyrir netin, flutning til svæðanna og annað sem fellur beint til við að fá netin. JCI tekur enga þóknun fyrir að sinna verkefninu.

Hvernig hefur JCI aflað fjár
JCI hefur staðið fyrir ýmsum verkefnum meðal annars var haldið Nothing but nets hlaup, leitað hefur verið fyrirtækja og einstaklinga og auk þess sem safnað hefur verið í Nothing but net söfnunarbauka.

Hvernig geturðu tekið þátt?
Ýmsar leiðir eru til að taka þátt. Ef þú ert með góða hugmynd að leið til að safna peningum, sem JCI getur tekið þátt í geturðu haft samband eða ef þú vilt styðja gott málefni með fjárframlagi haft samband.

Hérna geturðu skoðað Nothing but nets vef JCI, en það er heimshreyfing JCI í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar sem stendur að verkefninu.