Leiðtoginn í þér

10. september 2022 mun JCI á Íslandi standa fyrir ráðstefnu fyrir ungt fólk um hvernig það getur verið leiðtogi út í samfélaginu og í eigin lífi.

Það geta allir verið leiðtogar. Við þurfum að virkja leiðtogahæfnina innra með okkur. Á þessari ráðstefnu fær ungt fólk verkfæri og fróðleik til að virkja sig sem leiðtoga. Markmiðið er að þið labbið út með eldmóð í brjósti og reiðubúin að hafa áhrif.

Dagskrá:

10:00-10:30 opnun ráðstefnu

10:30-12:30 örnámskeið og fyrirlestrar

12:30-13:00 hádegismatur

13:00-14:00 hugarflug undir handleiðslu

14:00-15:30 Búum til aðgerðaplan

15:30-16:30 lok ráðstefnu, drykkir og tengslanet

Verð: 9.900 kr.

Háskóla- og menntaskólanemar fá 2 fyrir 1.

Um leiðbeinendur:

Viktor Ómarsson

Viktor hefur verið meðlimur í JCI síðan 2010. Hann hefur gegnt ýmsum hlutverkum innan hreyfingarinnar og er tilvonandi heimsforseti árið 2023. Viktor hefur ástríðu fyrir að leiðbeina fólki og er þekktur fyrir að skilja fólk eftir með gæsahúð þegar það hefur setið námskeið hjá honum.

Jay Johnson:

Jay Johnson is an internationally renowned speaker, trainer, and organizational consultant specializing in behavior and performance. Jay works with people and organizations to empower teams, grow profits, and transform leadersthrough behavioral intelligence. He is a TEDx speaker, Forbes Business Council Member, and has given keynotes and workshops in 20 countries across 4 continents.

Fleiri leiðbeinendur verða kynntir á næstu vikum