JCI er alþjóðleg hreyfing fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 40 ára sem hefur áhuga og metnað til þess að efla hæfileika sína og félagslega færni.JCI stendur fyrir Junior Chamber International.  JCI er alþjóðleg hreyfing fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 40 ára sem hefur áhuga og metnað til þess að efla hæfileika sína og hafa jákvæð áhrif í kringum sig.


Undirstaða starfsins er að efla einstaklinginn, gefa tækifæri til að vaxa í leik og starfi og gera hann þannig hæfari til að takast á við stjórnun og ábyrgð í félagsstarfi og athafnalífi.

 

Árangur = IQ + SQ + EQ

IQ: greindarvísitala,  SQ: samskiptafærni,  EQ: tilfinningagreind

Það er ekki nóg að hafa eingöngu háa greindarvísitölu og réttu menntunina ef þú vilt ná árangri í lífinu. Nauðsynlegt er að hafa gott sjálfstraust, geta tjáð skoðanir sínar með áhrifaríkum hætti, geta selt öðrum hugmyndir sínar, geta unnið með ólíkum einstaklingum og geta laðað fram það besta í fólki.

Til að verða framúrskarandi á þínu sviði þarftu að þjálfa upp réttu tæknina og hafa rétta fólkið í kringum þig.

JCI er vettvangur til að sækja fullt af skemmtilegum námskeiðum,  víkka út tengslanetið og ná sér í dýrmæta reynslu með því að hrinda í framkvæmd eigin hugmyndum og þeirri þekkingu sem maður hefur aflað sér.

 

Hlutverk okkar er:

Að veita ungu fólki tækifæri til að efla hæfileika sína og með því stuðla að jákvæðum breytingum.

 

Tækifæri
Með þáttöku í JCI öðlast félagsmenn dýrmæta reynslu sem nýtist jafnt í leik og starfi. JCI er vettvangur til að ná sér í fræðslu, nýta það sem lært er og fá bæði hvatningu og leiðsögn.

Efla hæfileika sína
Félagar efla hæfileika sína með því að fá þjálfun, framkvæma hugmyndir sínar og að takast á við áskoranir sem JCI starfið býður uppá.

Stuðla að jákvæðum breytingum
Félagskapurinn leiðir að sér jákvæðar breytingar fyrir einstaklinginn persónulega og fyrir samfélagið í heild. Við vinnum einnig að samfélagslega bætandi verkefnum sem færa okkur bæði reynslu, lærdóm og tengslanet.

 

Hefurðu áhuga á að vita meira og taka þátt?
Smelltu þá hér => skráning á kynningakvöld
Nánari upplýsingar um kynningarkvöld