Hvar erum við?

Við eigum fallegt lítið hús í Þingholtunum

jcihus

Hellusundi 3, 101 Reykjavík

Hér höldum við fjölda viðburða og funda, en það er ekki tryggt að við séum á svæðinu ef þig langar að kíkja í kaffi. Það er því öruggast að senda okkur línu og við getum spjallað saman rafrænt, í síma eða mælt okkur mót!

Á Íslandi er JCI með starfsemi bæði í Reykjavík og á Akureyri.
Aðsetur hreyfingarinnar er í JCI húsinu, beint á móti breska og þýska sendiráðinu, við hliðina á Kvennaskólanum í Reykjavík.

Ef þú ert áhugasamur um að stofna JCI félag annars staðar á Íslandi, þá endilega vertu í sambandi við okkur með tölvupósti á jci@jci.is

JCI er starfandi í yfir 110 löndum og eru JCI félagar á Íslandi velkomnir á viðburði og námskeið um allan heim. Tengslanetið sem JCI félagar eignast með þátttöku í starfinu er því ómetanlegt, bæði út frá viðskiptatækifærum og skemmtun.