Mánudagskvöldið 27. júní lauk námskeiðinu ræða 1 og að venju með ræðukeppni. Umræðuefnið var krassandi því lagt var til að áfengi yrði bannað í Reykjavík!
Keppnin fór fram með miklum ágætum. Fóru leikar svo að tillöguflytjendur höfðu betur, lið þeirra skipuðu þau: Auður Steinberg, Sigurður Richter og Einar Örn Gissurarson. Liðsstjóri þeirra var Einar Valmundsson.

Nafnbótin ræðumaður kvöldsins féll hins vegar í skaut andmælenda og var það hún Þórhildur Önnudóttir sem hlaut hana. Aðrir í liði andmælenda voru:

Hjörtur Eyþórsson og Hrafnkell Már Stefánsson. Liðsstjóri þeirra var Loftur Már Sigurðsson.

Allir þátttakendur stóðu sig vel og hafði aðalleiðbeinandi námskeiðsins Arna B. Gunnarsdóttir orð á því í útskriftarræðunni hve framfarirnar hefðu orðið miklar frá fyrsta kvöldi.

Aðstoðarleiðbeinandi á námskeiðinu var Guðlaugur L. Finnbogason.

Að lokinni keppni gekk einn nýr félagi til liðs við JCI Esju. Landsforseti JCI Íslands Ingólfur Már Ingólfsson sá um inntökuna.

Bjóðum við nýja félagsmanninn hjartanlega velkominn í JCI.”

Að lokum viljum við færa öllum þeim sem komu að kvöldinu góðar þakkir fyrir skipulagninguna og þátttökuna. Umræðustjóri var Kjartan Hansson, tímavörður Nína María Magnúsdóttir og dómarar Karl Einarsson, Hrólfur Sigurðsson og Ingólfur Már Ingólfsson. Það var virkilega ánægjulegt að sjá góðan hóp áhorfenda fylgjast spennta með keppninni.