Hin árlega JCI útilega hreyfingarinnar var haldin á tjaldsvæðinu á Selfossi um síðustu helgi.  Einar Valmundsson hvatti til og sá um skipulagningu á útilegunni og kunnum við honum bestu þakkir fyrir.

Félagarnir byrjuð að streyma á svæðið strax á föstudaginn og síðan bættust fleiri við á laugardaginn og enn aðrir kíktu í heimsókn.  Fengum ljómandi veður og farið var t.d í hinn geysivinsæla kubba-leik, börnin fóru í kapphlaup og fengu vegleg verðlaun.  Hitað var upp í kolunum og hinar ýmsu steikur og meðlæti grillað eftir óskum hvers og eins.  Mikið spjallað, rætt og við nutum þess að vera saman úti í náttúrunni.  Frábær félagsskapur.  Við getum strax farið að láta okkur hlakka til næstu útilegu.

Glatt á hjalla!

Hvað er verið að grilla hér?

Landsforseti að grilla ... brann örugglega hjá honum!

Notalegt í sælunni