– Landsritari ritar

Það er óhætt að segja að árið 2013 var viðburðaríkt og verður mér lengi minnisstætt. Að mínu mati unnu allir félagar mikið og gott starf á árinu og ég vona sannarlega að það muni halda áfram af sama eða jafnvel enn meiri krafti á nýju ári. Hér langar mig að fara yfir örfáa hluti sem framkvæmdir voru á árinu. Þessi grein yrði ansi löng ef ég færi yfir allt eða segði allt sem mig langaði að segja um hvern hlut svo ég mun stikla á stóru og aðeins segja örfá orð. Það er hreinlega ekki pláss fyrir alla þá frábæru hluti sem voru gerðir!

Í engri sérstakri tímaröð:

Íslenska akademían var haldin í nóvember 2012 en þá hittir landsstjórn næsta árs stjórnir aðildarfélaga næsta árs og stilla saman strengi sína.

IMG_2236

Framadagar Háskólanna eru haldnir ár hvert og JCI tryggir sér bás þar til kynningarstarfs. Nokkrir félagar stóðu vaktina þessa daga og eiga stórt hrós skilið fyrir það.

framadagar

Framúrskarandi ungur Norðlendingur var nýtt verkefni sem JCI Norðurland stóð fyrir til þess að heiðra unga Norðlendinga. Mærin Sygin Blöndal hreppti titilinn þetta árið og stendur vel að honum. Frábært verkefni hjá JCI Norðurlandi.

Sigyn

Verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar voru veitt við hátíðlega athöfn í Háskólanum í Reykjavík í byrjun Júní. Í aðdraganda verðlaunanna var opnaður nýr vefur og sóst eftir tilnefningum frá almenningi. Á þriðja hundrað tilnefningar bárust sem dómnefnd fór yfir og voru þau Guðmundur Stefán Gunnarsson, Hilmar Veigar Pétursson, Melkorka Ólafsdóttir og Vilborg Arna Gissurardóttir sem fengu verðlaunin, sem forseti Íslands og verndari verkefnisins, hr. Ólafur Ragnar Grímsson afhenti.

topp4-forseti-og-alles

Nýsköpunarkeppni grunnskólanna var haldin í mars og voru JCI félagar fengnir til þess að þjálfa krakkana í framkomu og kynningu. Gekk það mjög vel fyrir sig og mega þeir félagar sem tóku þátt í verkefninu vera stolt af árangrinum sem þessi glæsilegu börn sýndu.

nkg1_2

 

Ræðumennska var sett á hærri hest þetta árið en fyrri ár. Mælskukeppni einstaklinga og Rökræðukeppni JCI Íslands voru haldin eftir nokkurra ára hlé, Ræðuveisla var haldin á landsþingi, ræðuklúbbur var stofnaður og nemendur útskrifaðir af fjölda ræðunámskeiða. Auk þess var haldið dómaranámskeið svo hægt væri að þjálfa upp nýja dómara fyrir allar ræðukeppnirnar.

speech

 

Námskeið og fræðslur, stór og smá voru haldin reglulega á árinu. Varaheimsforseti heimsótti okkur og hélt Achieve og Impact námskeiðin, Dan Moxon leiðbeindi á landsþingi, Hilary Lyons var með helgarnámskeið í apríl, fjölmargar skemmtilegar og fróðlegar fimmtudagsfræðslur áttu sér stað, nýliðanámskeið, fundarritunar- og stjórnunarnámskeið og svo mætti lengi lengi telja.

fraedslur_namskeid

Erlent samstarf, þing og akademíur. Evrópuþing í Monte Carlo, heimsþing í Rio, European academy, Nordic academy, Japan academy, twinning, heimsóknir, …

erlent

Landsþing JCI Íslands var haldið á Stykkishólmi í september. Þingið var það stærsta í áraraðir og með því glæsilegasta enda var vel haldið á spöðunum í allri skipulagningu. Félagar fóru endurnærðir og glaðir heim eftir mjög skemmtilega og viðburðaríka helgi.

Sofa

 

landsthing

Nýtt aðildarfélag var stofnað. JCI Reykjavík International er fyrsta enskumælandi félagið og fór formlegur stofnfundur fram í maí. Félagið er mjög stolt af þessum áfanga og á Elizes og hennar fólk miklar þakkir skilið fyrir alla þá vinnu sem lagt var í til þess að gera þetta að veruleika. Við sama tilefni voru undirritaðir samstarfssamningar við Viðskiptaráð og Alþjóðahús og einnig var búið að stofna til samstarfs við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Innovit. Húrra húrra húrra!

Stofnun nýs aðildarfélags - Stjórn JCI Reykjavík International og Landsstjórn JCI 2013

Stofnun nýs aðildarfélags – Stjórn JCI Reykjavík International og Landsstjórn JCI 2013

Félagar JCI Reykjavík International

Félagar JCI Reykjavík International

Undirritun samnings við Viðskiptaráð

Undirritun samnings við Viðskiptaráð

Undirritun samnings við Alþjóðasetur

Undirritun samnings við Alþjóðasetur

JCI húsið, Hellusund 3 var tekið í gegn að innan. Rauða teppið var rifið af gólfinu, milliveggur brotinn, sett parket, ný eldhúsinnrétting og allt málað. Það voru margir vaskir félagar sem lögðu hönd á plóg í sumar við þessa vinnu og eiga miklar þakkir skilið. Þarna var afrek unnið og óhætt að segja að húsið er gjörbreytt eftir þetta.

framkv

eldhus

 

Sumarið er tíminn. Þrátt fyrir afar blautt sumar var haldin útilega á Hvammstanga á Norðurlandi. Má segja að sú útilega hafi verið mjög íslensk, í sólbaði í lopapeysum en félagar létu ekki kulda eða bleytu á sig fá og skemmtu sér einstaklega vel. Einnig var farið í fræðslu og skemmtiferð til Súðavíkur á Vestfjörðum þar sem meðal annars var fræðst um refi. Silly olympics voru haldnir í Hljómskálagarðinum þar sem félagar kepptust um fyrsta sætið. Þetta er meðal örfárra viðburða frá sumrinu sem annars var hlaðið af góðgæti og viðburðum!

utilega3

vesturferd2

silly4

1102463_10151672217494145_1603909906_o

Á Menningarnótt var opið hús í Hellusundi 3 og var boðið upp á vöfflur og kaffi, örfyrirlestra og tónlistaratriði. Sama morgun hlupu nokkrir félagar í maraþoninu til styrktar góðgerðarmála en á dögunum var styrkur upp á 70.000 afhentur Geðhjálp.

IMG_0656

hlaupagarpar

Grinch gefur gjafir var heiti á verkefni sem byrjað var á í nóvember og því lauk þegar Mæðrastyrksnefnd voru afhentar hátt í 300 gjafir til þess að koma til barna. Þeir félagar sem komu að þessu verkefni mega vera afar stoltir af þessu fallega góðverki.

jolajola

CYEA er heiti verkefni sem  JCI Reykjavík International heldur utan um. Creative Young Entrepreneur Awards er heitið á ensku og hófst verkefnið snemma á árinu. Hafa verið haldnir nokkrir viðburðir í tengslum við verkefnið með yfirskriftinni Twist on CSR (Corporate Social Responsibility eða samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja) og fengnir fyrirlesarar frá fyrirtækjum sem falla undir þann flokk. Einnig hafa fjöldi blaðagreina verið birtar varðandi verkefnið.

529128_312483642212263_211365970_n

 

Frettatiminn

 

JCI Norðurland hélt áfram að byggja sig upp fyrir norðan og hafa verið virk í námskeiðahaldi og ýmsum viðburðum. Í sumar framkvæmdu þau litla skemmtilega hluti til þess að gleðja samborgara sína í anda “Random act of kindness”. Ný stjórn hefur verið mynduð fyrir árið 2014 og mega þau vera stolt af þeim árangri sem þau hafa náð.

NordurlandNykjorinStjorn

 

Ég gæti haldið svo lengi áfram að telja upp úr því frábæra starfi sem hefur unnist á árinu – páskaglens, bingó, fjallgöngur, fleiri námskeið, hittingar o.fl. en hugsa að ég láti hér við sitja í bili.

Ég er afar þakklát fyrir árið en svona flott og kraftmikið ár verður ekki að veruleika nema öflugir félagar taki sig til og láti drauma sína verða að veruleika. Mér finnst ég vera heppin að þekkja svona mikið af þetta kraftmiklu fólki og vera hluti af þessari heild sem JCI er.

 

JCI félagar á kókflöskum

JCI félagar á kókflöskum

 

Að lokum vil ég minna ykkur á Uppskeruhátíðina okkar þann 11. janúar! Ég vonast til að sjá ykkur sem flest þetta kvöld og fá að fagna með ykkur!

Kær kveðja,
Guðlaug Birna Björnsdóttir
Landsritari JCI Íslands 2013

Glittering gold tinsel border