Laugardagurinn 11. janúar var stór dagur í lífi JCI félaga. Dagurinn hófst á 1. framkvæmdastjórnarfundi ársins (FS fundi) þar sem fráfarandi landsstjórn, embættismenn og aðildarfélagsstjórnir gerðu upp nýliðið ár. Eftir hádegismat fóru verðandi stjórnir, nefndir og landsstjórn yfir áætlanir sínar fyrir árið 2014. Það er ljóst að árið verður fullt af góðgæti og mikið um að vera fyrir alla félaga.

Eftir fundinn hélt fólk heim á leið og skipti fundargallanum fyrir galagallann (skemmtilegt nýtt orð eða bara kjánalegt?). Stórt kvöld í vændum sem hófst á úrslitakeppni í Rökræðukeppni JCI Íslands þar sem JCI Esja og JCI Reykjavík áttust við. Umræðuefnið var „Lagt er til að við giftingu fái hjón nýja sameiginlega hjónakennitölu í stað fyrri einstaklings kennitalna þeirra“. JCI Esja voru meðmælendur og JCI Reykjavík voru andmælendur. Skemmst er frá því að segja að 2840 stig voru gefin og 72 refsistig. Ræðumaður kvöldsins var Heiða Dögg Jónsdóttir JCI Reykjavík og vinningslið var JCI Reykjavík. Liðsmenn JCI Esju færðu andmælendum hjónabandssælu að gjöf og liðsmenn JCI Reykjavíkur gáfu meðmælendum brúðarband.

Oddadómari tilkynnir ræðumann kvöldsins, Heiðu Dögg Jónsdóttur

Oddadómari Árni Árnason tilkynnir ræðumann kvöldsins, Heiðu Dögg Jónsdóttur

Formleg dagskrá hófst rúmlega átta. Veislustjórar voru Bergþór Olivert Thorstensen JCI Reykjavík og Guðlaug Birna Björnsdóttir JCI Esju og stóðu þau fyrir skemmtilegum leikjum og bingó. Þriggja rétta glæsilegur matseðill var í boði sem gestir voru afar ánægðir með.

Einar Valmundsson landsforseti 2013 veitti eftirtöldum aðilum landsforsetaviðurkenningar þetta kvöld: Anna Björg Auðunsdóttir JCI Esju, Þórhildur Önnudóttir JCI Esju, Kristín Guðmundsdóttir JCI Esju, Svava Arnardóttir JCI Norðurland og Þorkell Pétursson JCI Reykjavík.

Anna Björg fékk landsforsetaviðurkenningu

Anna Björg fékk landsforsetaviðurkenningu

Verðlaun voru veitt fyrir starfsárið 2013, bæði til aðildarfélaga og einstaklinga.

  • Mælskukeppni einstaklinga (afhentur í maí): Tanja Wohlrab-Ryan, JCI Reykjavík International
  • Ræðuveisla (afhentur á landsþingi): JCI Esja
  • Fjölgun og endurnýjun félaga: JCI Reykjavík International
  • Endurbætt eða nýtt námskeið: Viktor Ómarsson, JCI Reykjavík
  • Besta samstarfið við önnur aðildarfélög: JCI Reykjavík
  • Fjáröflun ársins: JCI Esja
  • Stjórnarmaður ársins: Tanja Wohlrab-Ryan, JCI Reykjavík International
  • Mesta landsþingsþáttaka: JCI Esja
  • Senator ársons: Arna Björk Gunnarsdóttir, JCI Esju
  • Erlend samstarf: JCI Esja
  • Verkefni ársins: JCI Reykjavík
  • Besta útgáfan: JCI Reykjavík
  • Nýliði ársins: Gunnar Þór Sigurjónsson, JCI Esju
  • Félagi ársins: Þorkell Pétursson, JCI Reykjavík
  • Forseti ársins: Elizes Low, JCI Reykjavík International
  • Aðildarfélag ársins: JCI Esja
Góð stemning á uppskeruhátíð - Félagar í JCI Reykjavík fagna

Góð stemning á uppskeruhátíð – Félagar í JCI Reykjavík fagna

Að lokum fóru fram formleg landsstjórnarskipti. Fyrrum landsforsetar færðu landsforsetakeðjuna af Einari Valmundssyni yfir á landsforseta 2014, Sigurð Sigurðsson sem fór svo með forsetaeiðinn. Sigurður hélt stutta tölu og fékk svo landsstjórnina sína upp. Annasamur dagur endaði með glæsibrag og JCI félagar skemmtu sér fram á nótt.

Sigurður Sigurðsson tekur formlega við af Einari og fer með landsforsetaeiðinn

Sigurður Sigurðsson tekur formlega við af Einari og fer með landsforsetaeiðinn