Í byrjun nóvember stóð JCI Reykjavík fyrir viðburði sem bar yfirskriftina Grinch gefur gjafir. Það var jólahlaðborð þar sem gestir komu með pakka sem settur var undir jólatré og var þeim safnað saman. Ásamt því höfðu félagar samband við búðir sem aðstoðuðu og gáfu gjafir. Nexus og Ólavía og Óliver gáfu mikið af gjöfum. Þegar upp er staðið eru gjafirnar hátt í 300 talsins að minnsta kosti. Forseti JCI Íslands mun þriðjudaginn 10. des afhenda Mæðrastyrksnefnd gjafirnar og vonum við í JCI Reykjavík að fleiri sjái þetta sem tækifæri til að láta gott af sér leiða um jólin.

Gleðileg jól.

JCI Reykjavík styrkir Mæðrastyrknefnd

JCI Reykjavík styrkir Mæðrastyrknefnd