JCI Ísland hefur bætt við sig rós í hnappagatið því formleg stofnun á nýju félagi átti sér stað nú síðasta laugardag, 4. maí 2013.

JCI_logo_InternationalJCI Reykjavík International hefur verið í mótun í nokkra mánuði en félagið er enskumælandi og fer starfsemin því fram á ensku. Félagið er m.a. vettvangur fyrir erlenda félaga til að aðlagast íslensku samfélagi sem og góður vettvangur fyrir íslenska félaga til þess að æfa sig í talaðri ensku og kynnast annarri menningu. Félagið leggur áherslu á viðskiptasvið og er t.a.m. að skipuleggja stóran viðburð í haust, CYEA eða Creative Young Entrepreneur Award.

Vinna við myndun félagsins hófst í október 2012 undir umsjá Elizes sem er forseti félagsins. Hún hefur fengið til liðs við sig öfluga stjórn en stjórnin telur í heild 6 manns. Þegar stofnað er nýtt félag þarf 20 félaga til að það sé hægt að stofna það formlega. Með mikilli vinnu og eljusemi tókst það og telur félagið nú 20 meðlimi.

Formleg athöfn fór fram í Frostaskjóli laugardagskvöldið 4. maí þar sem skrifað var undir stofnsamninginn við JCI Ísland. Fulltrúar frá Viðskiptaráði og Alþjóðasetri mættu einnig til þess að rita undir samstarfssamninga en félagið hefur auk þess stofnað til samninga við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Innovit.

Þess má geta að alþjóðlegur varaheimsforseti, Louise Swanson var stödd hér á landi og gat glaðst með okkur á þessum tímum. Louise og Einar Valmundsson landsforseti settu JCI pinna í alla nýju félagana við þetta tækifæri og buðu þau velkomin í hreyfinguna okkar.

Við óskum JCI Reykjavík International innilega til hamingju með árangurinn og bjóðum þau velkomin í hópinn!

Guðlaug Birna – landsritari 2013

———————————————

JCI Iceland has gained a new chapter, a formation meeting was held last Saturday, May 4th 2013.

JCI Reykjavík International has been in formation for a few months. The chapter is an English speaking chapter and all activities are in English. The chapter is f.ex. a great platform for foreigners to adapt to Icelandic society and learn Icelandic and as well a great platform for Icelandic people to practice their English and experience new cultures. The chapter focuses on the business side of JCI and is f.ex. hosting a big event later this year, the CYEA or Creative Young Entrepreneur Award.

The formation of this chapter began in October 2013 under the leadership of Elizes who is the chapter president. She gained powerful members who became her board members but the whole board including Elizes counts six people. To form a new chapter formally you need 20 members. With a lot of work and collaboration JCI Reykjavík International now has 20 members.

A formal formation meeting was held in Frostaskjól on Saturday night, May 4th where the formation contract with JCI Iceland was signed. Representatives from the Icelandic Chamber of Commerce and the Intercultural center were there to also sign a collaboration contract but the chapter has also formed a cooperation with the Innovation Center Iceland and Innovit Entrepreneurship Center.

Louise Swanson, International VP was here in Iceland so she could celebrate with us on this joyful event. Louise and Einar Valmundsson our National President gave all the new members the JCI pin and welcomed them to our organization.

We congratulate JCI Reykjavík International and welcome them all to the group!

Guðlaug Birna – National Secretary 2013

Stofnun nýs aðildarfélags - Stjórn JCI Reykjavík International og Landsstjórn JCI 2013

Stofnun nýs aðildarfélags – Stjórn JCI Reykjavík International og Landsstjórn JCI 2013

Undirritun samnings við Viðskiptaráð

Undirritun samnings við Viðskiptaráð

Undirritun samnings við Alþjóðasetur

Undirritun samnings við Alþjóðasetur

Stjórn JCI Reykjavík International ásamt Landsforseta, Varaheimsforseta og lögsögumanni

Stjórn JCI Reykjavík International ásamt Landsforseta, Varaheimsforseta og lögsögumanni

Félagar JCI Reykjavík International

Félagar JCI Reykjavík International