Laugardaginn 23. apríl kl. 11-13

verður páskaglens JCI Esju haldið.

Meðfylgjandi er auglýsing sem

JCI Esja hefur gert og við

skorum á alla að mæta!

Páskaglens JCI Esju 2011

Virkilega flott dagskrá fyrir alla JCI félaga og aðra 🙂

Hið árlega páskaglens JCI Esju verður haldið laugardaginn 23. apríl kl. 11 á skógræktarreit ríkisins að Mógilsá við Esjurætur (sjá kort neðst).

Frábær fjölskylduskemmtun fyrir alla JCI félaga og vini, börn þeirra, barnabörn, vinabörn, lánsbörn, systkini, frænda, frænkur….. (o.s.frv.)

Páskaeggjaleit – börnin leita að páskaeggjum í skóginum og allir geta svo gætt sér á kaffi, heitu kakói og með því eftir leitina. Öll börn fá svo veglegt súkkulaðiegg með sér heim.

Páskabíóhappadrætti – bryddað er upp á einni nýjung þetta árið en dregið verður úr skráðum börnum í happadrætti. Vinningshafinn fær gjafabréf upp á þrjá bíómiða á fjölskyldumynd að eigin vali!

Verð er 1.300 kr. fyrir barnið.

Skráning fer fram hjá Guðlaugu á esja@jci.is eða í síma 821-7619.
Vinsamlega takið fram fjölda og nöfn barnanna. Greiða þarf fyrirfram inn á reikning JCI Esju, 0114-05-069319, kt. 5006911239.

Kort af svæðinu:

Kort af Mógilsár-svæðinu

Kort af svæðinu

Þegar komið er frá Reykjavík er beygt til hægri inn Lækjarmel áður en komið er að göngusvæði við Esjurætur. Keyrt er aðeins áfram Lækjarmel og svo beygt til vinstri inn að Mógilsá. Þá er að lokum beygt inn á bílastæði við hús skógræktarfélagsins. Að lokum er gengið aftan við húsið þar sem við hittumst og hefjum glensið.