Gagnaflutningar úr Hellusundi

Á síðasta ári fór af stað áhugavert og spennandi verkefni sem leitt er af nokkrum senatorum.  Nefnd þessara atorkusömu senatora hefur fengið nafnið sögunefndin.

Verkefni felst í því að fara í gegnum gagnasafn JCI Íslands sem safnast hefur fyrir í risinu í Hellusundinu, grisja út það sem er ónýtt og koma sögulegum gögnum fyrir á skipulagðan hátt.

Ætlunin er að skrásetja þannig sögu hreyfingarinnar, bæði í máli og myndum.

Síðastliðinn miðvikudag tóku 6 senatorar, Árni Árna, Karl Einars, Jóhann Guðvarðar, Ragnar Vals, Pétur Valdimars og Ingó lansi, og 1 nýliði, Einar Valmunds, sig til og fluttu restina af þeim gögnum sem eftir voru í risinu í Hellusundi í húsnæði sögunefndarinnar í Súðarvogi.  Tóku 2 senatorar sem þar ráða ríkjum, þau Sigríður Jóna og Hlynur Árna, við gögnunum.  Nú bíður sögunefndarinnar næg og skemmtileg vinna. J