Tími: Fimmtudagur 7. apríl kl. 20:05-22:00
Staður: JCI húsið, Hellusundi 3

Færni í að setja okkur persónuleg, þýðingarmikil og áhrifarík markmið hefur lykiláhrif á framtíðarvelmegun okkar og lífsstíl.

Áhrifarík markmiðasetning er námskeið fyrir alla sem vilja öðlast grunn í þessari færni:
– móta heilbrigða og metnaðarfulla stefnu í lífinu yfir lengri tímabil
– móta uppbyggilegar venjur og hegðun sem skila okkur á kjörstað
– takast á við verkefni af mun betri skýrleika og einbeitingu
– upplifa betri uppskeru á flestum sviðum lífsins

Námskeiðið er vinnustofa og tekur um 2 klst, opin bæði JCI félögum og gestum og mun hver þáttakandi meðal annars setja sér 30-50 áhrifarík markmið, bæði til skamms tíma og til lengri tímabils.

Leiðbeinandi er Helgi I. Guðmundsson, félagsmaður JCI Reykjavík og vottaður CNT leiðbeinandi.

Námskeiðið hefst stundvíslega kl 20:05, í boði JCI Reykjavíkur – skráningar eru á namskeid@jcireykjavik.is