Tíu manns úr JCI Reykjavík voru komin saman laugardaginn 16. febrúar til að teikna ofurhetjur og borða mikið af lasagna og kökum. Hópeflið í Hellusundinu heppnaðist vel og eftir því sem leið á kvöldið bættist fólk í hópinn og á endanum var meira að segja tekin háhestaglíma.

Háhestaglíma

Dagurinn byrjaði á hópeflisleikjum og örfyrirlestri sem fjallaði um markmiðasetningu. Einnig var skemmtilegur leikur þar sem allir áttu að ímynda sér hvernig ofurhetja þeir vildu vera og teikna hana líka. Meðlimir lögðu sig mikið fram og þegar listrænum gjörningi var lokið stóðum við eftir með ofurhetjur sem gátu meðal annars ferðast í tíma og rúmi, fjölfaldað sig en sem fyrst og fremst nýttu sér þessa krafta til að breiða út boðskap JCI.

Ofurhetjur

Þegar leið á kvöldið töfruðu skipuleggjendur fram dýrindis mat og kökur sem allir borðuðu með góðri lyst. Kvöldið endaði svo með því að allir horfðu saman á Gunnar Nelson í hringnum og sátu lengi frameftir í skemmtilegheitum og spjalli.

[facebook]