Ert þú með hugmynd að námskeiði? Hefur þig langað til að halda námskeið en aldrei látið verða af því?
Nú er tækifærið!

Þetta gæti verið þú!

Þetta gæti verið þú!

Landsþingsnefnd 2013 hefur ákeðið að veita starfandi félögum tækifæri á að vera með námskeið á landsþinginu.

Eins og venjan er verður haldið stutt námskeið sunnudagsmorguninn 29. september og hefur það verið í höndum landþingsnefndar að velja einstaklinga hvaðan af úr atvinnulífinu sem búa yfir þekkingu og reynslu sem nýtist JCI félögum í lífi og starfi.

Nú viljum við hins vegar bjóða JCI félögum að öðlast bæði þekkingu og reynslu í námskeiðshaldi með því að taka þátt í keppni og eiga möguleika á að sjá um námskeiðshald þennan morgun.

Dómnefnd sem skipuð verður leiðbeinendum úr hópi senatora mun svo skera úr um hvaða námskeið mun hljóta sigurinn. Vinningshafi keppninnar fær 50% afslátt af þingpakkanum í boði Esjunnar.

Einu skilyrðin fyrir þáttöku í keppninni eru þau að keppendur þurfa að vera starfandi félagar sem hafa áhuga á að halda námskeið. Góð framkoma er nauðsynleg krafa og viðkomandi þarf að vera með 2-3 klst. umfjöllun um málefni sem höfðar til JCI félaga og nýtist þeim í daglegu lífi og starfi.

Keppninni lýkur á miðnætti þann 1. apríl n.k. Fyrir þann tíma þarf að skila ítarlegri lýsingu á námskeiðinu á að hámarki 2 bls. ásamt sýnishorni af fylgigögnum s.s. glærum og þessháttar. Þrjú námskeið verða svo valin til flutnings fyrir dómnefnd sem sker að lokum úr um hver sigurvegari keppninnar verður. Markmiðið er að auðga úrval námskeiða hjá JCI Íslandi og gefa leiðbeinendum einstakt tækifæri til að þjálfa sig við bestu hugsanlegu aðstæður. Jafnframt munu allir keppendur sem þess óska fá endurgjöf frá reyndum leiðbeinendum.

Þetta er tilvalið tækifæri til að hrinda hugmynd að námskeiði í framkvæmd.

Nánari upplýsingar um kröfur og uppbyggingu námskeiða má fá með því að senda póst á netfangið iceland@jci.is

Bestu kveðjur,
Landsþingsnefnd 2013