Fimmtudagskvöldið 20. október 2011 hélt JCI Esja fundartvennu í JCI húsinu Hellusundi 3.  Virkilega góð mæting var á fundina og flott stemming.

Fyrst var kallað til kjörfundar, þar héldu frambjóðendur til stjórnar 2012 fínar framboðsræður, kynntu sig og áherslumál næsta árs.

Hér á ferð eru greinlega metnaðarfullir og kröftugir einstaklingar.  Frambjóðendur voru að því loknu öll kjörin með kröftugu lófaklappi.  Stjórn JCI Esju árið 2012 munu skipa:

Jóhanna Magnúsdóttir, formaður

Salka Hauksdóttir, ritari

Þórhildur Önnudóttir, gjaldkeri

Kristinn Már Magnússon, varaforseti

Heimasíðan óskar nýkjörnu stjórnarfólki innilega til hamingju og hlakkar til að fylgjast áfram með því góða uppbyggingarstarfi sem er að eiga sér stað í JCI Esju.

Nýja stjórnin mun taka við stjórnartaumum á aðalfundi félagsins í janúar.

Jóhanna Magnúsdóttir, viðtakandi forseti í ræðupúlti

Á kjörfundinum var tekinn inn nýr félagi, Bjarkey Rut Gunnlaugsdóttir, og bjóðum við hana hjartanlega velkomna í JCI.

Áður en félagsfundurinn hófst bauð núverandi forseti JCI Esju til dýrindiskræsinga, fundarmönnum til ómældrar ánægju.

Félagsfundurinn var á léttu nótunum.  Allir fundarmenn fengu það verkefni að standa upp og kynna sig nokkuð ítarlega m.a. með því að segja frá áhugamálum, styrkleikum og veikleikum

og hvað hver og einn hefði fram að færa til hópsins.  Vakti m.a. athygli að salsa er orðið vinsælt áhugamál á meðal félagsmanna og að tveir félagar eru í lúðrasveit.

Að þessu loknu kynnti Guðlaug forseti starfið framundan.  Er margt í boði fyrir félagsmenn, bæði til að taka þátt í og skipuleggja.  Það eru virkilega spennandi tímar framundan.

Takk fyrir góða og skemmtilega fundi Lauga, Jóhanna og aðrir félagar. J

Ingólfur Már Ingólfsson landsforseti, Bjarkey Rut Gunnlaugsdóttir nýr félagi í JCI Esju og Guðlaug Birna Björnsdóttir forseti JCI Esju

Nýkjörin stjórn ásamt landsforseta, frá vinstri talið: Kristinn, Þórhildur, Jóhanna, Salka og Ingólfur