Kæru félagar!

Föstudaginn 10. júní kl. 18:00-20:00 mun JCI Ísland halda móttöku í Sólinni í Háskólanum í Reykjavík, Menntavegi 1 (Nauthólsvík). Þar verða verðlaunaðir framúrskarandi ungir Íslendingar fyrir árið 2011.

Forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson er verndari verkefnisins
og er staðfest að hann mætir og afhendir verðlaunin.

Verðlaunagripirnir eru sérhannaðir af Jónasi Braga, glerlistamanni.

Samstarfsaðilar JCI Íslands eru Landsbankinn og N1.

Ykkur er boðið í móttökuna og væri ánægjulegt að sjá ykkur sem flest.  Gott væri að vita hverjir ætla að mæta (við höfum nú þegar fengið staðfestingar frá nokkrum ykkar) og bendum við á netföngin jci@jci.is, doddi@jci.is og ingo@jci.is til að láta vita.

Við hlökkum til að sjá ykkur.

Bestu kveðjur,
Landsstjórn JCI Íslands 2011