Ágætu JCI félagar,

Það er með mikilli ánægju sem við í landsstjórn tilkynnum ykkur að þið getið núna sótt um styrki til að fara á eftirfarandi námskeið/akademíur:

1)      JCI Trainer, leiðbeinendaþjálfun sem tekur 2 daga.  Verður haldið á Evrópuþingi dagana 31. maí og 1. júní.  Þátttökugjald á námskeiðið er 100 dollarar.  Hver þátttakandi frá JCI Íslandi getur sótt um styrk að fjárhæð kr. 12.000. Einu skilyrðin eru að umsækjandi sé félagsmaður í JCI á Íslandi og hafi setið JCI Presenter.  Stutt lýsing á ensku á námskeiðinu:

Note: Participants are required to bring a laptop computer to work on the course.
JCI Trainer, the JCI planning and delivering adult training course is a two day course that covers adult learning styles, the best training methods to teach adults, the training tools and other techniques you need to understand to deliver training for adult audiences.
JCI Trainer can be taken by those who graduated from JCI Presenter and want to develop their confidence in presenting complex information in an understandable and interesting way, and increase your ability to motivate others.

2)      15. European Academy, haldin í Gautaborg í Svíþjóð dagana 29. júlí – 2. ágúst.  Þetta er akademía/námskeið/þjálfun fyrir aðila sem ætla sér að verða forsetar í aðildarfélagi.  Nánari upplýsingar eru á heimasíðunni www.jcisweden.se.  Þátttökugjald á akademíuna er 495 evrur ef greitt er fyrir 15. maí, eftir það hækkar gjaldið.  Innifalið er þjálfunin, gisting og matur.  JCI Ísland getur sent allt að 3 þátttakendur.  Hver þátttakandi frá JCI Íslandi getur sótt um styrk að fjárhæð kr. 50.000. Einu skilyrðin eru að umsækjandi sé félagsmaður í JCI á Íslandi og ætli sér að verða forseti í aðildarfélagi 2012.

3)      Nordic Academy, haldin í Danmörku á stað nálægt Kaupmannahöfn, dagana 25. – 28. ágúst.  Þetta er akademía/námskeið/þjálfun fyrir aðila sem ætla sér í landsstjórn og verða leiðtogar innan JCI.  Nánari upplýsingar fást hjá landsforseta.  Þátttökugjald á akademíuna er 250 evrur, innifalið er þjálfunin, gisting og matur.  JCI Ísland getur sent allt að 3 þátttakendur.  Hver þátttakandi frá JCI Íslandi getur sótt um styrk að fjárhæð kr. 20.000. Einu skilyrðin eru að umsækjandi sé félagsmaður í JCI á Íslandi og ætli sér í landsstjórn 2012.  Einnig er möguleiki að sækja um styrk til Nordic Academy Foundation, mögulegur styrkur getur numið allt að 75% af ferða- og hótelkostnaði og þátttökugjaldinu.

Það er okkur gríðarlega mikilvægt að hafa aðgang að svona gæðanámskeiðum og akademíum og ekki síður að þið ágætu félagar sjáið tækifærin í slíkri þátttöku.  Spyrjið bara eldri félaga sem hafa farið.

Reynslan og lærdómurinn er eitthvað sem þið búið að til framtíðar og takið með ykkur bæði í JCI starfið og líf ykkar utan JCI.  Þannig græða bæði þið og JCI.

Áhugasamir sæki um með því að senda tölvupóst á landsforseta, ingo@jci.is.  Vonum við að þið grípið tækifærið.

F.h. landsstjórnar 2011

Ingólfur Már Ingólfsson

Landsforseti