clip_image002

Anna Jóna, stofnandi og eigandi fyrirtækisins Auðna Ráðgjöf, kom og hélt fyrirlestur um hamingjuna síðastliðið fimmtudagskvöld (2. maí). Hún fræddi okkur um hamingjuna og sagði okkur frá nokkrum kenningum um hamingju. Ein af þeim kenningum sem hún sagði frá heitir “chick sent me high ee”; en sú kenning segir frá því að þegar viðkomandi hefur mikla hæfileika á einhverju sviði og áskorunin er mikil þá er það í svokölluðu flæði þannig að viðkomandi gleymir tímanum.

Eftir að fyrirlestrinum lauk sýndi hún okkur svokölluð styrkleika spilastokk sem þátttakendur á fræðslunni fengu að spila. Spilastokkurinn lýsir sér þannig að á hverju spili er einn styrkleikur og þátttakendur byrjuðu á að draga 5 spil og áttu síðan að lýsa þeim styrkleikum sem lýstu þeim best. Þetta var vel heppnaður fyrirlestur og vakti styrkleikaspilastokkurinn mikla lukku.

Styrkleikaspilastokkur

Styrkleikaspilastokkur