Í kvöld var haldið Smáspjallsnámskeið (small talk) og var húsfyllir. Eyþór Eðvarðsson kom frá Þekkingarmiðlun en hann selur námskeið inn til fyrirtækja sem fjalla m.a. um Samskiptafærni og Samskiptastíla. Hann fræddi okkur um hluti eins og hver er munurinn á áhugasömu augnaráði og störukeppni. Einnig kom hann inn á það hvernig best sé að höndla „veitallt“ manneskjuna og hvernig spyrja á réttra spurninga. Eftir námskeiðið ákváðu nokkrir félagar að fá sér smá kaffi og súkkulaði og æfa þá list sem þeim hafði verið kennd. Það gekk misvel en þó greinilegt að eitthvað hafði síast inn.