Á hverju ári stendur JCI fyrir allskyns akademíum sem veita félögum tækifæri til að efla hæfileika sína og öðlast nýja færni ásamt því að stækka tengslanet útí heim og skemmta sér í leiðinni. Nú síðast var það “European academy” sem er 5 daga krefjandi námskeið þar sem kafað er ofan í hvað gerir góðan leiðtoga. Í ár fóru þrír verðandi leiðtogar til Svíþjóðar á vegum JCI á íslandi, þær Guðbjörg Ágústsdóttir, Katrín Þöll Ingólfsdóttir og Silja Jóhannesdóttir,  frábært tækifæri fyrir metnaðarfullt fólk sem stefnir hátt! Hér má sjá þáttakendur sem koma allstaðar að úr Evrópu og fyrir miðju situr heimsforseti JCI.