JCI á Íslandi býr svo vel að eiga reisulegt hús í hjarta miðbæjarins og var því menningarnótt fagnað með stæl í Hellusundinu! Gestir og gangandi voru boðnir velkomnir á ýmis ör námskeið, meðal annars “lærðu að lesa líkamstjáningu” og “leiðin að draumastarfinu”, boðið var uppá vöfflur og kaffi og um kvöldið var slegið til dansleiks sem byrjaði með frábærum salsa kennurum sem leiddu alla í gegnum grunn sporin. Hljómsveitin Mars hélt svo uppi stuðinu og má með sanni segja að menningarnótt hafi verið einn skemmtilegasti dagur ársins!