Hið árlega þorrablót JCI Esju var haldið þann 18. febrúar sl. eftir hinn svokallaða Apprentice dag á vegum JCI Lindar.

Á þorrablótinu voru úrslit Apprentice dagsins kynnt en það var keppni um auglýsingaherferð fyrir ræðu- og nýliðanámskeið JCI. Á fimmta tug manna mættu og gæddu sér á gómsætum íslenskum þorramat. Fjöldinn allur af skemmtiatriðum fór fram um kvöldið og gestir skemmtu sér vel framundir morgun.

Við hlökkum til að endurtaka leikinn að ári liðnu 🙂

Hægt er að smella á myndirnar til að sjá þær stærri…


.