Síðstliðið föstudagskvöld var lokakvöld á hinu geysivinsæla ræðunámskeiði Ræða I.

Eins og venja er þá er lokakvöldið ræðukeppni þar sem þátttakendur etja kappi út frá umfræðuefni sem valið var rúmri viku fyrr. Umræðuefnið að þessu sinni var: “Lagt er til að skólabúningar verði teknir upp í grunnskólum á Íslandi.”

Keppnin var afskaplega skemmtileg, jöfn og fjörug en úrslitin réðust þannig að tillagan var felld og þar með vann liðið hennar Sölku Hauksdóttir, en í því liði voru Sandra Dís Steinþórsdóttir, Margrét Helga Gunnarsdóttir, Halldóra Hjaltadóttir og Jón Andri Guðjónsson. Í liði tillöguflytjenda voru Harpa Grétarsdóttir, Sólveig Ásgeirsdóttir, Sigrún Antonsdóttir og Guðbjörg Ágústsdóttir og liðsstjóri var Tryggvi Freyr Elínarson. Ræðumaður keppninnar var Guðbjörg Ágústsdóttir.

Ef þú hefur áhuga á að komst á ræðunámskeiðið Ræða I þá geturðu kynnt þér málið hér: Ræðunámskeið


.