Þann 9. febrúar var Silja Jóhannesdóttir með gagnlega fimmtudagsfræðslu um atvinnuleit. Það sem kom meðal annars fram var hvernig ferilskrá á að vera og hvernig á að koma fram í atvinnuviðtölum. Einnig fór hún yfir helstu mistök sem ber að varast hvað varðar ferilskrá og atvinnuviðtal. Að lokum var stuttlega farið í þróunina á vinnumarkaði. Fræðslan var vel sótt af JCI félögum, sem sýndu efninu mikinn áhuga.