Síðastliðið laugardagskvöld var haldinn glæsilegur hátíðarkvöldverður hjá hreyfingunni þar sem fram fóru Landsstjórnarskipti.

Veislustjóri kvöldsins var Hjalti Kristinn Unnarsson og stóð hann sig með stakri prýði. Þá var hvert og eitt aðildarfélag var með skemmtiatriði og er óhætt að segja að þau hafi öll komið skemmtilega á óvart og vakið mikla kátínu viðstaddra, sérstaklega dansatriðið mikla!

Ingólfur Már Ingólfsson, landsforseti 2011, veitti ýmis verðlaun fyrir vel unnin störf á síðasta ári (sjá lista hér að neðan) og að lokum var landsforsetakeðjan góða flutt af Ingólfi yfir á viðtakandi landsforseta, Viktor Ómarsson, og ný landsstjórn tók formlega við.

Ný Landsstjórn (frá vinstri): Viktor Ómarsson, landsforseti, Hulda Sigfúsdóttir, lögsögumaður JCI Íslands, Karl Einarsson, ritari, Tryggvi Freyr Elínarson, gjaldkeri, Heiða Dögg Jónsdóttir, varaforseti og Ingólfur Már Ingólfsson, landsforseti 2011.

Verðlaun fyrir árið 2011:

 Landsforsetaviðurkenningar:
Birna Dröfn Birgisdóttir
Guðlaug Birna Björnsdóttir
Tryggvi Freyr Elínarson
Viktor Ómarsson

Nýliði ársins: Einar Valmundsson, JCI Reykjavík
Félagi ársins: Jóhanna Magnúsdóttir, JCI Esju
Stjórnarmaður ársins: Kristín Grétarsdóttir, JCI Reykjavík
Leiðbeinandi ársins: Tryggvi Freyr Elínarson, JCI Lind
Mike Ashton verðlaunin: Viktor Ómarsson, JCI Reykjavík
Senator ársins: Hulda Sigfúsdóttir, JCI Reykjavík
Forseti ársins: Viktor Ómarsson, JCI Reykjavík

Besta landsþingsþátttaka: JCI Reykjavík
Besta erlenda samstarfið: JCI Ejsa
Fjölgun og endurnýjum félaga: JCI Esja
Besta verkefnið: Páskaeggjaleit JCI Esju
Besta fjáröflunin: Þorrablót JCI Esju
Aðildarfélag ársins: JCI Reykjavík