Fyrsti FS fundur ársins var haldinn síðastliðinn laugardag í Frostaskjóli, KR heimilinu. Á fundinn mættu liðlega 30 manns enda var fundurinn hinn skemmtilegasti.

Fyrri hluti fundarins fór í að gera upp 2011 og gerði fráfarandi landstjórn það  með sóma og skilar góðu búi. Eftir ljúffengan hádegisverð tók við yfirferð yfir árið framundan og er óhætt að segja að árið sé sérstaklega spennandi fyrir nýja og gamla JCI félaga… svo ekki sé minnst á verðandi félaga.

Stórar akademíur, erlendir leiðbeinendur, spennandi verkefni og ný aðildarfélög voru meðal þess sem bar á góma á fundinum og því til margs að hlakka fyrir JCI félaga.

Myndin sem fylgir fréttinni var fengið að “láni” hjá Þóreyju Rúnarsdóttur