Á Menningarnótt var opið hús í JCI húsinu, Hellusundi. Boðið var uppá stutt námskeið yfir daginn. Ragnar Valsson var með námskeiðið Listin að kynna, Tryggvi F. Elínarson bauð uppá námskeiðin Leiðin að draumastarfinu og Táknmál líkamans, og síðan buðu Tryggvi og Árna Árna uppá námskeiðið Ert þú leiðinlega týpan? Að venju stigu nokkrar hljómsveitir á stokk og leyfðu gestum og gangandi að njóta fagurra tóna, þær voru: Dimma, Dalton, Útrás og Five Bellies.

Gott rennerí af fólki var yfir allan daginn. Undirbúningsnefndin undir forystu Viktors Ómarssonar á þakkir skyldar fyrir velheppnaða dagskrá. Ennfremur viljum við þakka leiðbeinendunum, hljómsveitunum og öllum þeim sem litu við kærlega fyrir góðan dag.