Framadagar 2011 fóru fram fimmtudaginn 9. febrúar í Háskólabíói. Viðburðurinn er ætlaður öllum háskólanemendum. Fyrirtæki koma til að kynna starfsemi sína fyrir nemendum og nemendur að kynnast fyrirtækjunum. Í gegnum samstarf JCI Íslands við AIESEC hefur JCI verið þátttakandi í Framadögum undanfarin ár. Í ár var engin undantekning og var JCI með bás til að kynna starfsemina. Nokkrir félagar lögðu hönd á plóg og þökkum við þeim kærlega þeirra framlag. Gott rennsli var af fólki og ágætis fjöldi sem sýndi JCI áhuga og skráðu sig m.a. á póstlista til að fá upplýsingar um fundi og námskeið sem JCI mun halda á komandi mánuðum. Viljum við nota tækifærið og þakka háskólanemum fyrir daginn og sýndan áhuga á okkur. Hægt er að senda okkur póst á netfangið jci@jci.is og skrá sig á upplýsingapóstlistann.

Framadagar 2011 tókust mjög vel

Framadagar 2011 tókust mjög vel og hér má sjá Tryggva Elínarson í JCI básnum