Eins og flestir JCI félagar á Íslandi vita, þá er hægt að fá netfang sem hefur endinguna jci.is

Til að fá slíkt netfang er best að hafa samband við landsritara á netfanginu doddi@jci.is eða með því að senda póst á jci@jci.is

Til þess að lesa og senda póst
Þá er hægt að fara inn á síðuna www.jci.is/webmail – slá þar inn notandanafn og leyniorð. Þá koma upp möguleikar með hvaða forriti þú skoðar póstinn þinn. Undirritaður hefur ávallt notað squirrelmail. Að þessu loknu ættir þú að vera komin/n í kunnuglegt umhverfi, sem þú getur sniðið að þínum þörfum.

Ef þú þarft einhverja aðstoð, hikaðu ekki við að hafa samband!

Þorsteinn “Doddi” Jónsson
landsritari JCI Íslands 2011