Leiðast þér tilgangslausir og tímafrekir fundir?

Öll höfum við upplifað það að sitja langa og tilgangslausa fundi þar sem engin niðurstaða fæst og engin fundargerð liggur fyrir eftir fundinn. Slíkir fundir eru eyðsla á dýrmætum tíma okkar.

Með því að tileinka sér og fara eftir nokkrum einföldum atriðum heyra slíkir fundir sögunni til.

Á námskeiðinu fundaritun og fundatækni eru kennd grundvallatriði í fundaritun og þátttakendur fá þjálfun í fundaritun, fundastjórnun, boðun og setu funda. Góð fundastjórnun og ritun hefur lengi verið eitt af aðalsmerkjum JCI.

Fundarritunarnámskeiðið nýtist jafnframt nemendum við að taka styttri og betri glósur í kennslustundum.

Námskeiðið verður haldið dagana 17. og 24. janúar kl: 20:00 – 22:00 í Hellusundi 3.

Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Arna Björk Gunnarsdóttir

Skráning á námskeiðið sendist á namskeid@jcireykjavik.is

kveðja,
Viktor Ómarsson,
forseti JCI Reykjavíkur