Kjörfundur og aðalfundur JCI Esju var haldin í Hellusundi 27. janúar sl. og tókst hann með ágætum. Ný stjórn var kjörin og síðan venjuleg aðalfundarstörf sem lauk með stjórnarskiptum.

Fundurinn tókst með ágætum. Kristín Guðmundsdóttir veitti nokkrum forsetaviðurkenningu fyrir árið 2010 sem vöktu mikla kátínu viðstaddra. Það er góður hugur í nýrri stjórn sem ætlar sér stóra hluti á árinu með hjálp félaganna í hreyfingunni. Hér eru nokkrar myndir frá kvöldinu:

Ritari og forseti JCI Esju 2011

Ritari og forseti JCI Esju 2011: Sigurður og Guðlaug Birna

Landsforseti Ingólfur Ingólfsson ásamt stjórn JCI Esju 2011 (á myndina vantar Nínu)

Landsforseti Ingólfur Ingólfsson stendur hér með nýkjörinni stjórn JCI Esju, Sigurði ritara og Guðlaugu Birnu forseta. Á myndina vantar Nínu gjaldkera.