Sameiginlegur félagsfundur JCI Esju, JCI Lindar og JCI Reykjavíkur verður haldinn þriðjudaginn 18.maí 2010 kl:20:00 .

Gestur fundarins verður Ingólfur Harðarson sem kynnir fyrir okkur borgarbíl framtíðarinnar! Hann hefur hannað undirvagn með 5 hjólum á rafmagnsbíl sem er þannig kostum gæddur að geta keyrt beint til hliðar inn í bílastæði. Þessi hugmynd hefur vakið mikla athygli hér heima og út í heimi og talað er um að þetta sé hinn fullkomni bíll. Ingólfur sigraði í Fræinu 2010, frumkvöðlasamkeppni á vegum Háskólans í Reykjavík í samstarfi við Klak – nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins, Hugmyndahús háskólanna og Auði Capital.

Fundurinn hefst kl 20:00 og fer fram á efri hæð veitingastaðarins Balthazar hafnarstræti 1- 3 og er öllum opinn.  (www.balthazar.is)

Síðastliðið sumar tók netvarpið viðtal við Ingólf og má sjá það hér http://netvarpid.is/ingolfur-hardarson-borgarbill-framtidarinnar/

Sjáumst með góða skapið og mætum tímanlega