Nú er ljóst að Hera er komin áfram í úrslit á Eurovision og því fullástæða til að fylgjas vel með á laugardaginn.   JCI Ísland býður félagsmönnum sínum uppá Eurovision og kosningavöku í Hellusundinu.   Húsið opnar kl: 18:30.  Landsstjórn mun sjá til þess að það verði grill á staðnum og geta félagar mætt með vini og vandamenn í Eurovisionstemmningu, tekið með sér kjöt eða annað sem hugurinn girnist og heppilegt er að grilla.

Til að einfalda málið sér landsstjórn um að hafa sósur og salat á staðnum.  Í kjölfarið á Eurovision hefst svo kosningavaka og þar sem JCI félagar búa í ýmsum bæjarfélögum og styðja ólíka stjórnmálaflokka má búast við fjöri og rökræðum á kosningavökunni.   Við viljum benda Eurovision nördunum ( sem þurfa að einbeita sér mjög að keppninni)  að kíkja í Hellusundið eftir keppnina og taka þátt í kosningavökunni með okkur.  Að lokum viljum við minna alla sem þetta lesa að nýta kosningaréttinn sinn, hann er ekki sjálfgefinn og við ættum alltaf að nýta okkur þessi forréttindi sem við höfum hér á Íslandi .