Staður: Sjálfstæðissalurinn, Hlíðarsmára Kópavogi.
 Tími: Miðvikudaginn 9. September kl. 19:30-22:30

Einstakt tækifæri fyrir alla sem vilja læra nýjustu tækni við stefnumótun félagasamtaka eða fyrirtækja

Leiðbeinandi er Gunnar Jónatansson leiðbeinandi og stofnandi IBT, www.ibt.is, landsforseti JCI Íslands 2000 og senator. Gunnar hefur yfir 20 ára reynslu sem leiðbeinandi og stjórnandi og færir okkur það nýjasta úr heimi stefnumótunar þar sem hann færir saman þekkingu sína og reynslu við fag og fræðiþekkingu úr háskólasamfélaginu. Allir JCI félagar eru velkomnir. Þetta er stærsti viðburður sem við höfum staðið fyrir á sviði stefnumótunar í yfir 10 ár. Ekki láta auðan stól vera þína rödd á laugardaginn!

Þriðjudaginn 9. September næstkomandi munum við setjast niður og rýna til gagns á starf okkar. Vinna okkar á þessum degi verður lykillinn að öflugu starfi á næsta ári, starfi sem við öll tökum þátt í og njótum. Við byrjum kl. 19:30 og verðum búin kl. 22:30. Skráning hjá Árna Árnasyni viðtakandi landsforseta, arniarna@jci.is, 840-2855.

Ef það er einhver sem þú vilt að verði með okkur á þessum mikilvæga degi þá eru allar ábendingar vel þegnar á arniarna@jci.is

Lykilatriði fyrir þáttöku er: Gerðu það fyrir þig!