raedukeppniRæðukeppni er sambland af list og íþrótt. Ræðuveisla JCI er eitt skemmtilegasta form ræðumensku og nú er tækifærið til að láta ljós sitt skína.  Þann 5. september kemur JCI Reykjavík til að halda þessa mögnuðu keppni og fer hún framm í Frostaskjóli ( KR heimilinu )  Dagsráin hefst kl. 11.00 á kynningu á nýju fyrirkomulagi keppninnar sem er hið sama og er á erlendum þingum.  Keppnin sjálf hefst kl 13:00 og er um útsláttarkeppni að ræða og stendur eitt lið uppi sem sigurvegari.  Allir JCI félagar eru hvattir til að taka þátt í keppninni.

Einnig eru fyrrum JCI félögum velkomið að taka þátt í keppninni og sýna ungu félögunum hvernig ræðumenn fyrri ára fóru að.

Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá Ragnari Valssyni í netfang rfv@simnet.is