Reglurnar eru hér að neðan, aðrar síður eru Lög JCI Íslands og Reglugerðir


I.REGLUR UM ÚTNEFNINGU SENATORA

II.REGLUR UM HEIÐURSFÉLAGA JCI ÍSLANDS

III.REGLUR UM KOSNINGASJÓÐ JCI ÍSLANDS

IV.REGLUR UM KVÆÐAKÚT

V.REGLUR UM MERKI JCI ÍSLANDS OG JUNIOR CHAMBER INTERNATIONAL

VI.REGLUR UM MERKJABURÐ

VII.REGLUR UM ÁSGEIRSSJÓÐ

VIII.REGLUR UM RÖKRÆÐUEINVÍGI JCI ÍSLANDS

IX.REGLUR UM RÖKRÆÐUKEPPNI JCI ÍSLANDS

X.REGLUR UM MÆLSKUKEPPNI JCI ÍSLANDS

XI.REGLUR UM RÆÐUVEISLU JCI ÍSLANDS

XII.REGLUR UM MÆLSKUKEPPNI EINSTAKLINGA

XIII.REGLUR UM VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

XIV.REGLUR UM RÖKRÆÐUNEFND

I.REGLUR UM ÚTNEFNINGU SENATORA

1. grein

Senatorútnefning er viðurkenning fyrir frábært starf í þágu Junior Chamber. Vanda skal val á þeim sem útnefna á senator. Senator er ævifélagi í Junior Chamber.

2. grein

Væntanlegur senator skal hafa:

a) Verið félagi í Junior Chamber í minnst 3 ár.

b) Unnið mjög fórnfúst starf í Junior Chamber.

c) Stuðlað að jákvæðu hugarfari og kynnum á Junior Chamber.

d) Unnið umtalsvert starf utan síns aðildarfélags.

Umsókn ásamt greinargerð um starf væntanlegs senators frá inngöngu hans í Junior Chamber, sendist landsforseta.

3. grein

Um umsóknir til útnefningar senatora skal fjallað af landsforseta, fráfarandi landsforseta og forseta senatsins. Þeir skulu sjá til þess að útnefningin fari fram við tilhlýðilegt tækifæri.

4. grein

Senatorar fá senda JC bókina og málgagn hreyfingarinnar endurgjaldlaust. Að öðru leiti vísast til reglugerðar Junior Chamber International um útnefningu senatora.

Örn Sigurðsson, landsforseti 2002

——————————————————————————–

II.REGLUR UM HEIÐURSFÉLAGA JCI ÍSLANDS

1. grein

Sá félagi sem náð hefur 1000 stigum á JCI brautinni hefur öðlast rétt til útnefningar heiðursfélaga íslensku JCI hreyfingarinnar.

2. grein

Forseti og ritari aðildarfélags skulu senda til landsforseta JCI braut þeirra sem öðlast hafa réttinn. Tilnefningar skulu berast minnst 30 dögum fyrir útnefningardag. Landsforseti og landsritari skulu fjalla um framkomnar staðfestingar frá aðildarfélögunum og taka ákvörðun um útnefningu. Kostnaður vegna útnefningar greiðist af aðildarfélaginu.

3. grein

Hver sá félagi í Junior Chamber sem hlýtur útnefningu skal hljóta sérstakan skjöld heiðursfélaga, áritaðan nafni sínu. Landsforseti veitir skjöldinn við tilhlýðilegt tækifæri. Allir heiðursfélagar starfsársins skulu síðan kallaðir upp á landsþingi. (Nöfn þeirra verði skráð í fundargerð.) Þeir njóta allra sömu réttinda og almennur félagi sem greitt hefur félagsgjald innan aðildarfélags og innan JCI Íslands. Heiðursfélagar eru undanþegnir greiðslu félagsgjalda til JCI Íslands frá og með næsta starfsári eftir útnefningu, en þó skal JCI Ísland greiða af þeim til Junior Chamber International.

Ari Eggertsson landsforseti 1996

——————————————————————————–

III.REGLUR UM KOSNINGASJÓÐ JCI ÍSLANDS

1. grein

Til þessa sjóðs er stofnað eftir framboð JCI Íslands í embætti heimsforseta (Andrés B. Sigurðsson 1985).

2. grein

1. Tilgangur sjóðs þessa er að styrkja þá einstaklinga sem JCI Ísland býður fram til embætta á alþjóðavettvangi. Heimilt er að veita allt að 25% af sjóðnum í hvert framboð.

2. Með stjórn sjóðsins fara: Landsforseti, landsgjaldkeri og lögsögumaður JCI Íslands. Stjórn sjóðsins tekur ein ákvörðun um styrkveitingar úr sjóðnum. Sjóðurinn er í vörslu landsgjaldkera.

3. Höfuðstóll sjóðsins, en hann var stofnaður 17. febrúar 1986, var kr. 138.832,80 og skal sjóðurinn ávallt ávaxtaður eftir bestu leiðum hverju sinni, samkvæmt mati stjórnar.

4. Sjóði þessum skal gera sérstaklega skil í reikningum hreyfingarinnar.

5. Sjóðurinn skal fjármagnaður af frjálsum framlögum JCI Íslands og einstakra félaga.

6. Ef íslenska JCI hreyfingin leggst niður, skulu ákvæði laga JCI Íslands um ráðstöfun eigna gilda við ráðstöfun sjóðsins.

Þórður Möller landsforseti 2001

——————————————————————————–

IV.REGLUR UM KVÆÐAKÚT

Kvæðakútur er eign JCI Íslands.

Um hann skal keppt á hverju landsþingi á þann hátt að landsstjórn sér um að semja fyrripart vísu, sem JCI félögum á landsþingi gefst síðan tækifæri til að botna. Kvæðakútur skal standa frammi á landsþingi og í hann skal láta vísubotna. Hætt verður að taka á móti botnum í lok þess fundar, sem vísuparturinn er kynntur á.

Dómendur í kvæðakútakeppni skulu vera þrír:

Landsstjórnarmaður.

Senator, kosinn af landsstjórn.

JCI félagi frá því aðildarfélagi sem vann kvæðakút á síðastliðnu landsþingi.

Dómnum verður að hlíta.

Rétt til þátttöku hafa allir JCI félagar, sem staddir eru á landsþingi þegar keppnin fer fram, utan landsstjórnarmenn og dómendur.

Að úrslitum kynntum fær það JCI félag sem vinningshafinn er félagi í kvæðakút til varðveislu fram að næsta landsþingi og er til þess ætlast að það félag haldi minnst eina vísnakeppni innbyrðis á starfsárinu, sem það varðveitir kvæðakút.

Svo mjög sem fagurt bundið mál ber af óbundnu, er mín von að kvæðakútur megi stuðla að eflingu mannsandans, sem er æðsta athöfn lífs vors.

Sauðárkróki 12. maí 1978, Pálmi Jónsson.

Þannig samþykkt á landsþingi í Hveragerði 15. maí 1978.

Fylkir Ágústsson landsforseti 1977-1978

——————————————————————————–

V.REGLUR UM MERKI JCI ÍSLANDS OG JUNIOR CHAMBER INTERNATIONAL

1. grein

Merki hreyfingarinnar er lögskráð og verndað sem eign hennar (sjá mynd).

2. grein

Notkun á merki hreyfingarinnar er aðeins heimil með samþykki stjórnar viðkomandi aðildarfélags eða landsstjórnar. Merkið skal koma fram á öllum prentuðum gögnum hreyfingarinnar.

3. grein

Ekki er heimilt að nota merki hreyfingarinnar í breyttri mynd.

Örn Sigurðsson, landsforseti 2002

——————————————————————————–

VI.REGLUR UM MERKJABURÐ

1. grein

Almenn merki

Við inngöngu í JCI fá félagar merki hreyfingarinnar. Merkið skal vera í barmi eða á öðrum áberandi stað. Heimild til að bera merki þetta hafa aðeins fullgildir félagar.

2. grein

Stjórnarmerki

Hver stjórnarmaður í landsstjórn og aðildarfélagi fær, í byrjun starfsárs, viðeigandi embættismerki, sem hann ber í eitt ár. Landsforseti og forsetar aðildarfélaga fá að loknu starfsári merki sem fráfarandi forseti. Allir stjórnarmenn eigi merkin að starfsári loknu, til minningar.

3. grein

Umsjónarmenn í aðildarfélagi og landsstjórnar.

Þeir sem starfa sem umsjónarmenn/nefndarformenn á vegum landsstjórnar, og aðildarfélaga fá embættismerki sem þeir bera það ár sem þeir gegna embætti, en eiga síðan til minningar.

4. grein

Senatoramerki

Þeir sem hljóta senatoraútnefningu fá senatoramerki og mega bera það til æviloka.

5. grein

Merkjaburður

Ætlast er til þess að hver félagi í JCI beri sitt félags- eða embættismerki á fundum og samkomum hreyfingarinnar og sem oftast þess utan. Fyrrverandi forsetum er heimilt að bera merki fráfarandi forseta, meðan þeir eru fullgildir félagar.

Ari Eggertsson landsforseti 1996

——————————————————————————–

VII.REGLUR UM ÁSGEIRSSJÓÐ

1. grein

Heiti og tilgangur

Sjóðurinn heitir Ásgeirssjóður. Hann er til minningar um senator Ásgeir Gunnarsson, einn af máttarstólpum JCI á Íslandi til margra ára. Stofndagur sjóðsins er 12. nóvember 1991. Tilgangur sjóðsins er að efla námskeiðahald í hreyfingunni með styrkveitingum. Sjóðurinn er eign JCI Íslands.

2. grein

Sjóðsfélagar

Sjóðsfélagar eru þeir einir sem greitt hafa og öðlast réttindi til að bera merki Ásgeirssjóðs. Tekjur sjóðsins verða til með sölu sjóðsmerkja, frjálsum framlögum og áheitum.

3.grein

Sjóðsstjórn

Stjórnin skal skipuð minnst 3 mönnum. Árlega skal skipa einn mann í stjórn til þriggja ára en starfstími sjóðsstjórnar miðast við kjörtímabil viðkomandi landsstjórnar. Sjóðsstjórnin heyrir undir landsforseta, sem skipar menn í stjórnina og er skipanin staðfest af landsstjórn. Í sjóðsstjórn mega sitja senatorar og heiðursfélagar JCI Íslands eldri en fertugir.

4. grein

Starfshættir

1.Landsforseti er eftirlitsmaður sjóðsstjórnar. Hann skipar formann og ber ábyrgð á störfum hennar gagnvart hreyfingunni.

2.Stjórnin skiptir með sér störfum. Formaður boðar fundi stjórnarinnar og ber ábyrgð á störfum nefndarinnar gagnvart landsforseta.

5. grein

Styrkveiting

Aðildarfélög eða stjórn JCI Íslands geta sótt um styrkveitingu til sjóðsstjórnar. Umsóknir skulu vera skriflegar og lýsa verkefninu sem sótt er um fyrir og skal kostnaðaráætlun um verkið í heild sinni fylgja. Umsóknin skal undirrituð af forseta. Öllum umsóknum verður svarað innan mánaðar frá ofangreindum dagsetningum, en sjóðsstjórn er jafnframt heimilt að hafna öllum umsóknunum ef hún kýs svo.

6. grein.

Reikningshald

Sjóðurinn og bókhald sjóðsins skal vera í höndum landsgjaldkera. Höfuðstóll sjóðsins skal ávallt ávaxtaður eftir bestu leiðum hverju sinni, samkvæmt mati sjóðsstjórnar. Úr sjóðnum má úthluta skv. stöðu sjóðsins og skv. mati sjóðsstjórnar hverju sinni. Endurskoðendur JCI Íslands eru jafnframt endurskoðendur sjóðsreikninga. Sjóðnum skal gera sérstaklega skil í reikningum hreyfingarinnar.

7.grein

Ef JCI hreyfingin íslenska leggst niður, skulu ákvæði laga JCI Íslands um ráðstöfun eigna gilda við ráðstöfun sjóðsins.

Ingólfur Már Ingólfson landsforseti 2011

——————————————————————————–

VIII.REGLUR UM RÖKRÆÐUEINVÍGI JCI ÍSLANDS

RN_Rokraedueinvigi_Reglur.doc

——————————————————————————–

IX.REGLUR UM RÖKRÆÐUKEPPNI JCI ÍSLANDS

——————————————————————————–

X.REGLUR UM MÆLSKUKEPPNI JCI ÍSLANDS

RN_Maelskukeppnin_Reglur.doc

——————————————————————————–

XI.REGLUR UM RÆÐUVEISLU JCI ÍSLANDS

RN_Raeduveisla_Reglur_2006.doc

——————————————————————————–

XII.REGLUR UM MÆLSKUKEPPNI EINSTAKLINGA

RN_Maelskukeppni_einstaklinga_Reglur.doc

——————————————————————————–

XIII. REGLUR UM VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

Stjórn JCI Íslands viðurkennir og verðlaunar einstaklinga og aðildarfélög fyrir gott starf í Junior Chamber International. Reglugerðin á að vera félögum leiðarlýsing og hvati til að sýna metnað sinn í góðum verkum og verðlaunaumsókn.

1. Flokkar verðlauna. Verðlaun eru eftirfarandi:

Flokkur I Umsókn og kynning.

Flokkur II Umsókn.

Flokkur III Önnur verðlaun, viðurkenningar og staðfestingar.

Flokkur I

I.1 Aðildarfélag ársins.

I.2 Verkefni ársins.

I.3 Besta útgáfan.

I.4 Erlent samstarf.

Flokkur II

II.1 Nýliði ársins.

II.2 Forseti ársins.

II.3 Félagi ársins.

II.4 Stjórnarmaður ársins.

II.5 Besta fjáröflunin.

II.6 Besta samstarfið við önnur aðildarfélög.

II.7 Besta heimasíðan.

II.8 Senator ársins.

II.9 Leiðbeinandi ársins.

Flokkur III. Önnur verðlaun, viðurkenningar og staðfestingar

III.1 Rökræðukeppni JCI Íslands.

a) Kjaftaskur.

b) Ræðumaður dagsins.

III.2 Rökræðueinvígi einstaklinga.

a) Selfossbikar.

b) Silfurverðlaun.

III.3 Mælskukeppni einstaklinga.

III.4 Ræðuveisla.

III.5 Kvæðakútur.

III.6 Landsþingsþátttaka.

III.7 Stofnun og stuðningur við nýtt aðildarfélag.

III.8 Endurbætt eða nýtt námskeið.

III.9 Mike Ashton verðlaunin.

III.10 Mesta aukning á JCI braut.

III.11 Fjölgun og endurnýun félaga.

III.12 Heiðursfélagi.

III.13 Senator.

III.14 Ásmundarskjöldur.

III.15 Landsforsetaviðurkenningar.

2. Skilyrði til umsóknar

Öll aðildarfélög hafa rétt til að sækja um verðlaun og verða að leggja fram umsóknir þar um. Umsóknir skulu lagðar rétt fram skv. eftirfarandi reglum:

Flokkar I-II

Aðildarfélag leggur fram umsókn staðfesta af forseta viðkomandi aðildarfélags.

Flokkur III

Sérreglur gilda um hver verðlaun og vísast til þeirra. Ekki er sótt um verðlaun í þessum flokki.

3. Verðlaunatímabil

Verðlaunaárið er frá og með landsþingi til landsþings. Verkefnum skal lokið á tímabilinu.

4. Umsóknir um verðlaun

4.1. Tilkynning um umsókn.

4.1.1. Tilkynning um umsókn skal sendast umsjónarmanni með verðlaunum og viðurkenningum á sérstöku eyðublaði er landsstjórn leggur til. Tilkynningunni skal skilað 21 degi fyrir setningu landsþings.

4.1.2. Aðildarfélög skulu sækja um verðlaun á sérstöku rafrænu umsóknarformi sem landsstjórn leggur til. Þessum umsóknum skal lokið 10 dögum fyrir setningu landsþings.

4.2. Kynning á umsókn.

4.2.1. Kynning á umsóknum fer fram laugardag fyrir landsþing og getur verið með ýmsum hætti. Gætt skal vel að tímamörkum. Umsækjendum er frjálst að sýna myndir, nota mynd varpa, skjávarpa, halda fyrirlestur og ræðu, skila möppu eða hvað sem umsækjanda finnst henta best til að koma efni sínu sem best til skila. JCI Ísland býður upp á afnot af þeirri tækni sem er tiltæk hverju sinni en umsækjendum er einnig heimilt að koma með eigin tækjakost.

4.2.2. Flokkur I. Umsókn og kynning

I.1 Aðildarfélag ársins (7–10 mín.)

I.2 Verkefni ársins (5–6 mín.)

I.3 Besta útgáfan (3–4 mín.)

I.4 Erlent samstarf (3–4 mín.)

Flokkur II. Umsókn

II.1 Nýliði ársins.

II.2 Forseti ársins.

II.3 Félagi ársins.

II.4 Stjórnarmaður ársins.

II.5 Besta fjáröflunin.

II.6 Besta samstarfið við önnur aðildarfélög.

II.7 Besta heimasíðan.

4.2.3. Gögn sem notuð eru við kynningu.

4.2.3.1. Þeim skal skilað til formanns verðlaunadómstóls fyrir kl. 21:00 þremur dögum fyrir kynningu og skal stjórn verðlaunadómstóls úrskurða um hvort þau eru gild eða ekki. Stjórn skal staðfesta móttöku. Ef í ljós kemur að gögn eru að einhverju leyti gölluð gefst umsækjendum einn sólarhringur á að leiðrétta þau frá úrskurði stjórnar.

4.2.3.2. Öll gögn eru eign viðkomandi aðildarfélags, en dómstóll hefur einn umráðarétt yfir þeim frá afhendingardegi og þar til eftir landsþing. Á meðan dómstóll hefur gögnin í sinni vörslu má ekki breyta, bæta, skerða, né auka efni umsóknarinnar.

4.2.3.3. Gögnum skal skilað á landsþingi og skal eigandi þeirra taka þau með sér heim.

4.3. Verðlaunaumsóknir á erlend þing skulu fara í gegnum landsstjórn.

5. Verðlaunadómstóll

5.1. Stjórn verðlaunadómstóls.

5.1.1. Stjórn verðlaunadómstóls er skipuð fráfarandi landsforseta sem formanni, vara lands forseta með svið einstaklings sem ritara og stigareikni.

5.1.2. Geti fráfarandi landsforseti ekki annast starfið skal skipa annan í hans stað úr hópi fyrrverandi landsforseta.

5.2. Verðlaunadómstóll skal skipaður af landsforseta. Hvert aðildarfélag tilnefnir tvo dómara til starfa. Ekki er heimilt að tilnefna félaga sem eiga einstaklingsumsókn í viðkomandi dómstól. Heimilt er að skipa í dómstólinn, sinni aðildarfélög ekki rétti sínum til tilnefningar.

5.3. Dómstóll starfar eins og dómarar í keppni og fyllir út rafrænt dómarablað. Kynning á umsóknum í Flokki I fyrir dómstóli er opin öllum sem vilja fylgjast með. Allar umsóknir eru fylltar út rafrænt og kynningin sjálf er 10% af heildarstigagjöf hvers dómara.

5.4. Dómnefndarmaður uppfylli að minnsta kosti tvö eftirtalinna skilyrða:

5.4.1. Er eða hefur verið stjórnarmaður í aðildarfélagi.

5.4.2. Vera senator.

5.4.3. Hafa setið í landsstjórn.

5.4.4. Hafa setið námskeið fyrir dómendur í verðlaunadómstól.

5.4.5. Hafa starfað áður í verðlaunadómstól.

5.5. Landsforseti er yfirmaður dómstólsins og starf hans markast af eftirfarandi:

5.5.1. Hann kallar dómstólinn til starfa með skipunarbréfi.

5.5.2. Hann skipar formann dómstólsins ef fráfarandi landsforseti forfallast.

5.5.3. Hann vinnur að öðru leyti eftir reglugerð þessari.

5.6. Fráfarandi landsforseti eða staðgengill hans er formaður dómstólsins og starf hans miðast við eftirfararandi:

5.6.1. Hann skipar dómnefndir til umfjöllunar um einstaka verðlaunaumsóknir, sér um rafræn dómarablöð og stjórnar vinnu dómstólsins.

5.6.2. Hann ber ábyrgð á öllum þeim gögnum sem berast frá aðildarfélögum eftir að þær koma í hendur dómstólsins.

5.6.3. Hann kveður stjórn dómstólsins saman til skipulagningar og úrskurðar einum degi eftir afhendingu gagna.

5.6.4. Hann vinnur að öðru leyti eftir reglugerð þessari.

5.7. Störf dómnefnda fara fram samkvæmt eftirfarandi:

5.7.1. Stjórn dómstóls leggur til rafrænt, umsókn og dómarablað. Dómari dæmir umsóknina og gefur henni stig samkvæmt viðmiðunaratriðum í verðlaunaskrá. Dómara er heimilt að gefa frá 1 stigi til hámarksstiga fyrir hvern einstakan þátt.

5.7.2. Þegar dómarar hafa lokið stigagjöf sinni skulu þeir láta formann dómstóls vita, og hann ásamt stigareikni fer yfir rafrænan útreikning stiga. Heildarstigagjöf ræður, en athuga skal hversu margir dómarar hafa valið hverja umsókn hæsta.

5.7.3. Stjórn dómstóls skal einni vera kunnugt um lokastig hverrar umsóknar. Að loknum störfum stjórnar skal landsforseta tilkynnt um niðurstöður.

5.7.4. Öllum starfsmönnum dómstólsins ber að halda niðurstöðum og umræðum í dómi leyndum, og skulu áður en vinna hefst undirrita drengskaparheit þar um.

5.7.5. Ákvörðun dómstóls er endanleg og er ekki unnt að áfrýja henni.

6. Verðlaunagripir

Allir verðlaunahafar skulu hljóta eignargripi eða staðfestingar. Jafnframt skal veita farandgripi í eftirtöldum flokkum:

I.1. til I.4.

II.1. til II.9.

III.1 Kjaftaskur.

III.2 Selfossbikar.

III.3 Mælskukeppni einstaklinga.

III.4 Ræðuveisla.

III.5 Kvæðakútur.

Flokkur I.

I.1 Aðildarfélag ársins.

Veitist því aðildarfélagi sem hefur starfað með besta skipulagi og viðhaft bestan undirbúning fyrir starfsemi sína. Einnig fyrir að hafa veitt félögum tækifæri til fjölbreyttra starfa. Starf fráfarandi stjórnar og stuðningur hennar við undirbúning viðtakandi stjórnar frá kjörfundi og fram að stjórnarskiptum vega þungt við skipulega framkvæmd (undir almennri stjórnun).

Almenn stjórnun…………………………………………… 20%

Námskeið og ræðukeppnir…………………………………. 20%

Félagsfundir, verkefni, áhrif á samfélagið…………………. 20%

Erlend tengsl (vinafélög, þingþátttaka o.fl.)……………….. 20%

Kynningarmál, félagafjölgun………………………………. 10%

Kynning á verðlaunaumsókn……………………………….. 10%

I.2. Verkefni ársins.

Veitist því aðildarfélagi sem vinnur besta og skipulegasta verkefnið á tímabilinu. Verkefni sem nær yfir fleiri en eitt tímabil þarf að ljúka á því tímabili sem umsóknin er lögð fram á.

Könnun…………………………………………………….. 10%

Greining……………………………………………………. 10%

Skipulagning/áætlanagerð…………………………………. 10%

Framkvæmd……………………………………………….. 10%

Kynning á verðlaunaumsókn……………………………….. 10%

Virkni/þátttaka…………………………………………….. 15%

Hagur fyrir samfélagið…………………………………….. 25%

Hagur fyrir hreyfinguna……………………………………. 10%

I.3. Besta útgáfan.

Veitist því aðildarfélagi sem best og skipulegast skýrir frá starfsemi félagsins og hreyfingarinnar, til sinna félagsmanna, með hvaða jákvæða og faglega hætti sem er. Gefur góða ímynd af hreyfingunni. Hér er verið að tala um alla aðra útgáfu en heimasíðu.

Undirbúningur og framkvæmd……………………………… 15%

Fjármál……………………………………………………. 10%

Gæði útgáfunnar…………………………………………… 15%

Útlit og hönnun…………………………………………….. 15%

Dreifing……………………………………………………. 10%

Árangursrík umfjöllun……………………………………… 15%

Kynning á verðlaunaumsókn……………………………….. 10%

Gildi fyrir JCI………………………………………………. 10%

I.4. Erlent samstarf.

Veitist því aðildarfélagi sem þykir hafa staðið sig best að erlendum samskiptum með heimsóknum, þátttöku á erlendum þingum og kynningu á mikilvægi alþjóðasamstarfs.

Undirbúningur, framkvæmd og fjármál……………………. 20%

Virkni/þátttaka…………………………………………….. 20%

Kynning á alþjóðlegu samstarfi og skilningi………………… 30%

Kynning á verðlaunaumsókn……………………………….. 10%

Hagur fyrir samfélagið…………………………………….. 10%

Hagur fyrir hreyfinguna……………………………………. 10%

Flokkur II.

II.1. Nýliði ársins.

Veitist þeim félaga sem hefur best og skipulegast unnið að hvers konar störfum fyrir félag sitt og/eða hreyfinguna á sínu fyrsta starfsári.

Almenn þátttaka í starfi aðildarfélags……………………… 20%

Frumkvæði…………………………………………………. 20%

Þátttaka í starfi utan aðildarfélags…………………………. 20%

Árangur starfs/verkefna……………………………………. 20%

Áhrif á aðra félagsmenn…………………………………… 20%

II.2. Forseti ársins.

Veitist þeim aðildarfélagsforseta sem skarað hefur fram úr á sínu sviði.

Almenn stjórnun…………………………………………… 20%

Forysta og frumkvæði……………………………………… 20%

Þátttaka félagsmanna í starfi………………………………. 20%

Árangur verkefna………………………………………….. 20%

Gildi fyrir félaga…………………………………………… 20%

II.3. Félagi ársins.

Veitist þeim félaga sem ekki er stjórnarmaður í aðildarfélagi og hefur best og skipulegast unnið að hvers konar störfum fyrir félag sitt og/eða hreyfinguna. Hann skal hafa verið félagi ársins í sínu aðildarfélagi á árinu. Þó mega þau aðildarfélög sem ekki hafa útnefnt félaga ársins sækja um fyrir sinn félaga.

Stuðningur við aðildarfélag/hreyfinguna……………………. 20%

Þátttaka í almennri félagafjölgun………………………….. 20%

Þátttaka í leiðb.störfum, námskeiðum og stefnumörkun……. 20%

Frumkvæði og nýsköpun……………………………………. 20%

Aðild að bættri ímynd JCI………………………………….. 20%

II.4. Stjórnarmaður ársins.

Veitist þeim stjórnarmanni aðildarfélags sem þykir hafa náð bestum árangri í starfi sínu með tilliti til skipulags, þátttöku í verkefnum, frumkvæði og nýjunga. Hvert aðildarfélag getur sótt um verðlaun fyrir einn stjórnarmann.

Almenn stjórnun…………………………………………… 20%

Forysta og frumkvæði……………………………………… 20%

Þátttaka félagsmanna í starfi………………………………. 20%

Árangur verkefna………………………………………….. 20%

Gildi fyrir félaga…………………………………………… 20%

II.5. Besta fjáröflunin.

Veitist því aðildarfélagi sem best og skipulegast hefur staðið að fjáröflunum. Tekið skal tillit til frumleika, endurtekinna og/eða endurbættra verkefna og fjárhagslegs ávinnings.

Undirbúningur og framkvæmd……………………………… 20%

Þátttaka styrktaraðila og/eða félagsmanna………………… 20%

Hagur fyrir hreyfinguna……………………………………. 40%

Fjármál……………………………………………………. 10%

Annað……………………………………………………… 10%

II.6. Besta samstarfið við önnur aðildarfélög.

Veitist því aðildarfélagi sem best og skipulegast hefur stuðlað að samstarfi við önnur aðildarfélög, hvort sem er hérlendis og/eða erlendis. Tekið skal tillit til þátttöku félagsmanna, frumleika og ávinnings.

Almenn viðbrögð…………………………………………… 40%

Þátttaka félagsmanna……………………………………… 10%

Hagur fyrir samfélagið…………………………………….. 15%

Undirbúningur, framkvæmd og fjármál……………………. 25%

Hagur fyrir hreyfinguna……………………………………. 10%

II.7. Besta heimasíðan.

Veitist því aðildarfélagi sem best, skipulegast og á sem fjölbreytilegastan hátt skýrir frá starfsemi félagsins og hreyfingarinnar. Tekið skal tillit til frumleika.

Undirbúningur, framkvæmd og fjármál……………………. 25%

Útlit, hönnun og framsetning……………………………….. 25%

Hagur félagsmanna………………………………………… 25%

Gagnvirkni og þjónusta…………………………………….. 25%

II.8. Senator ársins.

Veitist þeim senator sem hefur mest unnið að hvers konar störfum fyrir hreyfinguna og einnig sitt gamla aðildarfélag. Tekið skal tillit til starfa innan hreyfingar og utan og hversu öflugur málsvari JCI viðkomandi senator er. Hægt er að sækja um þessi verðlaun fyrir Senator sem er orðin 40 ára .

Þátttaka í samfélaginu……………………………………… 25%

Starfað eftir einkunnarorðunum…………………………… 25%

Verkefni til hjálpar ungu fólki……………………………… 25%

Virkur stuðningur fyrir JCI………………………………….. 25%

II.9. Leiðbeinandi ársins.

Veitist þeim félaga sem hefur best og skipulegast unnið við leiðbeinendastörf fyrir hreyfinguna og á vegum hennar.

Nýjungar / frumkvæði……………………………………… 20%

Umfang og mikilvægi leiðbeinendastarfa…………………… 15%

Gæði og útlit námskeiðsgagna……………………………… 15%

Framsetning námskeiðsefnis……………………………….. 15%

Markmið á sviði einstaklings………………………………… 10%

Þátttaka í starfi og hagur félagsmanna…………………….. 15%

Framleg til ímyndar JCI sem leiðtogaskóla…………………. 10%

Flokkur III.

III.1 Rökræðukeppni Junior Chamber Íslands.

a) Kjaftaskur. b) Ræðumaður dagsins. Sjá 14.gr. í IX. Reglur um rökræðukeppni JCI Íslands.

III.2 Rökræðueinvígi einstaklinga.

a) Selfossbikar. b) Silfurverðlaun. Sjá 8.gr. í VIII. Reglur um rökræðueinvígi JCI Íslands.

III.3 Mælskukeppni einstaklinga.

Sjá 7.gr. í XII. Reglur um mælskukeppni einstaklinga.

III.4 Ræðuveisla.

Sjá 6.gr. í XI. Reglur um mælskukeppni einstaklinga.

III.5 Kvæðakútur.

Sjá IV. Reglur um Kvæðakút.

III.6 Landsþingsþátttaka.

Veitist því aðildarfélagi sem hefur hlutfallslega mesta þátttöku á landsþingi JCI Íslands. Veittur er farandgripur og staðfesting. Eftirfarandi reikningsregla verður notuð:

Skráðir þátttakendur √ vegalengd

Félagafjöldi í aðildarfélagi, þó að lágmarki 20

Skráðir þátttakendur: Skráðir félagar allt þingið

Vegalengd: Notaðar verða opinberar tölur s.s. loftlína sé flogið, vegalengd sé ekið o.s.frv.

Félagafjöldi, þó að lágmarki 20: Skráðir félagar á landsþingi.

III.7 Stofnun og stuðningur við nýtt aðildarfélag.

Landsstjórn veitir því/þeim aðildarfélagi/félögum sem stofnað hafa nýtt aðildarfélag, stutt það og aðstoðað á 1. heila starfsári þess á eftirtektarverðan hátt, viðurkenningu. Viðurkenningin veitist á öðru landsþingi frá stofndegi og er háð samþykki landsstjórnar.

III.8 Endurbætt eða nýtt námskeið.

Veitist þeim leiðbeinanda sem hefur endurbætt eða samið nýtt námskeið á árinu. Námskeiðið skal vera þýtt eða frumsamið. Það skal hafa verið frumflutt, endurskoðað, gefið út og hlotið staðfestingu landsstjórnar sem fullgilt JCI námskeið.

III.9 Mike Ashton verðlaunin.

a) Verðlaunin eru gefin af og kennd við Mike Ashton fyrrum alþjóðlegan varaforseta og á þau eru letrað „Young outstanding leader“.

b) Verðlaunin veitast þeim félaga sem þykir hafa skarað fram úr á einu eða fleiri sviðum með frumkvæði, hugvitssemi og jákvæðu hugarfari.

c) Tilnefningum skal skila til landsforseta. Landsstjórn ákveður hvort og hverjum verðlaunin eru veitt. Verðlaunin eru ekki veitt þyki enginn hafa unnið til þeirra. Aðeins er hægt að hljóta þessi verðlaun einu sinni.

III.10 Mesta aukning á JCI braut.

Veitist þeim félaga sem sýnir mesta aukningu á JCI braut á árinu. Skila skal umsókn undirritaðri af forseta viðkomandi aðildarfélags til landsritara sjö dögum fyrir þingsetningu. Veittur er farandgripur „Árbæjarskjöldur“ sem gefinn er af Junior Chamber Árbæ, einnig staðfesting.

III.11 Fjölgun og endurnýjun félaga.

Veitist því aðildarfélagi sem fjölgar hlutfallslega mest og/eða endurnýjar félagatölu sína. Félagatal á landsþingi árinu fyrir og eftir liggur til grundvallar.

III.12 Heiðursfélagi.

Sjá II. Reglur um heiðursfélaga.

III.13 Senator.

Sjá I. Reglur um útnefningu senatora.

III.14 Ásmundarskjöldur.

Veitist þeim félaga í JCI sem þykir hafa unnið frábært starf innan JCI-hreyfingarinnar á Íslandi, henni og félagsmönnum til ávinnings. Verðlaunin eru sérstakur skjöldur sem kenndur er við Ásmund heitinn Einarsson sem var forseti JCI Íslands starfsárið 1961-1962. Ásmundur vann ötullega að grundvöllun og uppbyggingu hreyfingarinnar hér á landi og sýndi samtökunum mjög óeigingjarnan áhuga. Dómnefnd er skipuð landsstjórn JCI Íslands. Hún fjallar um framkomnar ábendingar frá aðildarfélögunum en er óbundin af þeim og er ekki skyldug til að veita verðlaunin ef ekki þykir ástæða til.

III.15 Landsforsetaviðurkenningar.

Landsforseti hefur heimild til að viðurkenna hvern þann í hreyfingunni sem starfað hefur til heilla fyrir hana.

Gísli E. Úlfarsson, landsforseti 2005

——————————————————————————–

XIV REGLUR UM RÖKRÆÐUNEFND JCI ÍSLANDS

1. grein

Tilgangur

Tilgangur nefndarinnar er að sjá um skipulaggningu ræðukeppna á vegum JCI Íslands. Nefndin heyrir undir varalandsforseta með svið einstaklings og ber hann ábyrgð fyrir hennar verkum.

2. grein

Nefndarmenn/konur

Landsstjórn skipar Rökræðunefnd Junior Chamber Íslands samkvæmt tilnefningum aðildarfélaga eða uppástungum landsstjórnarmanna.

3. grein

Fjárhagur

Landsgjaldkeri hefur umsjón með fjárhag nefndarinnar. Nefndin hefur tekjur af skráningargjöldum ræðukeppna sem undir hana heyra og öðrum tekjuleiðum í samráði við landsstjórn. Nefndin heldur fjárhag hverrar ræðukeppni aðskildum. Reglur um útgjöld og tekjur nefndarinnar eru gerð nánari skil í reglum hverrar ræðukeppni. Nefndinni ber að skila hagnaði ár hvert.

4. grein

Verkefni

4.1. Mælskukeppnin

4.2. Mælskukeppni einstaklinga

4.3. Rökræðueinvígið

4.4. Rökræðukeppnin

4.5. Ræðuveisla

Allar keppnir hafa sér reglur og vinnur Rökræðunefnd eftir þeim.

5. grein

Auglýsingar ræðukeppna

Rökræðunefnd ber ábyrgð á að ræðukeppnir séu auglýstar innan sem utan hreyfingarinnar. Allar ræðukeppnir ber að auglýsa á heimasíðu hreyfingarinnarwww.jci.is með minnst 9 daga fyrirvara, á póstlista JC hreyfingarinnar og sendir forsetum aðildarfélaga tilkynningu um keppnina eigi síðar en 5 dögum fyrir keppni.

6.grein

Handbók Rökræðunefndar

Rökræðunefnd vinnur eftir handbók nefndarinnar. Formaður Rökræðunefndar ber ábyrgð á að handbókin sé uppfærð í lok hvers starfsárs og sé skilað uppfærðri til nýrrar rökræðunefndar. Í handbók rökræðunefndar eiga að vera:

a. Myndir sem sýna uppröðun í sal fyrir hverja keppni

b. Listi yfir hvað þarf að vera til staðar í hverri keppni

c. Minnst 5 einstök af dómararblaði fyrir hverja keppni

d. Minnisblað fyrir dómara í hverri keppni

e. Eintak af reglum hverrar keppni

f. Dagatal Rökræðunefndar fyrir starfsárið

g. 2 Tölvudiskar með rafrænum dómararblöðum hverrar keppni

h. Listi yfir virka dómara í hreyfingunni

7. grein

Forföll og úrræði- á við í öllum keppnum

A. Brottrekstur úr keppni

Ef skrásett lið/einstaklingur fylgir ekki tímasetningu um keppnisdag og byrjunartíma, án rökstuddrar ástæðu, má landsstjórn að fenginni umsögn Rökræðunefndar fella hinn brotlega lið/einstaling úr keppni án endurgreiðslu skráningargjalds.

B. Mæting og tímamörk

Keppendur skulu mæta til keppnisstaðar a.m.k. 15 mín. áður en keppni á að hefjast. Ef keppandi er ekki mættur 10 mín. eftir auglýstan keppnistíma skal mótherja dæmdur sigur.

C. Uppgjöf án keppni

Gefi keppandi keppni sína skal mótherja dæmdur sigurinn. Skráningargjald er ekki afturkræft.

VIÐAUKI FYRIR LIÐAKEPPNIR

1. Fyrirkomulag fyrir átta ræðulið eða fleiri (útsláttarkeppni).

Rökræðunefnd dregur um hvort keppnisliða er heimalið og hvort gestalið í fyrstu umferð. Í annarri umferð verði það lið sem áður var heimalið gestalið og það lið sem áður var gestalið verði heimalið. Hafi hins vegar bæði liðin verið sömu tegundar í fyrstu umferð, skal varpa hlutkesti um það hvort liðið verði heimalið og hvort gestalið. Þó er Rökræðunefnd heimilt að skipa það lið gestalið sem ferðast hefur skemmri vegalengd.

2. Fyrirkomulag fyrir sjö ræðulið eða færri.

2.1 Kepptar verða þrjár umferðir fyrir landsþing í september.

2.2 Fyrir þáttöku fær lið eitt stig, fyrir sigur fær lið tvö stig og ræðumaður dagsins eitt stig.

2.3 Lið sem situr hjá fær fjögur stig.

2.4 Gefi lið keppni hlýtur mótherjinn fjögur stig og liðið sem gaf, ekkert stig.

2.6 Tvö stigahæstu liðin keppa á landsþingi.

2.7 Verði tvö lið jöfn að stigum, þá ráða úrslit í innbyrðis viðureignum.

VIÐAUKI VIÐ REGLUGERÐ

Notkun keppnismódels.

1. Útbúnir eru miðar með nöfnum þeirra aðildarfélaga, sem hafa skráð lið til keppni.

2. Miðarnir eru settir í pott og þátttökulið dregin inn í keppnismódelið, fyrsti miði sem dreginn er lið eitt, næsti lið tvö o.s.frv.

3. Fyrrnefnda liðið í keppnismódelinu er heimalið þ.e. gestgjafar.

3 lið:

3. umferð

Lið 3 og lið 1

1. umferð 2. umferð
Lið 1 og lið 2 Lið 2 og lið 3

Lið sem situr hjá hlýtur þrjú stig

Lið 3 situr hjá – Lið 1 situr hjá – Lið 2 situr hjá

4 lið

3. umferð

Lið 3 og lið 1

Lið 4 og lið 2

3. umferð

Lið 4 og lið 2

Lið 3 og lið

1. umferð 2. umferð
Lið 2 og lið 1 Lið 1 og lið 4
Lið 4 og lið 3 Lið 3 og Lið 2
5 lið
1. umferð 2. umferð
Lið 1 og lið 2 Lið 2 og lið 3
Lið 5 og lið 4 Lið 4 og lið 1

6 lið

Lið 3 og lið

3. umferð

Lið 5 og lið 1

Lið 4 og lið 2

Lið 3 og lið 6

3. umferð

Lið 3 og lið 1

Lið 6 og lið 2

Lið 5 og lið 7

Lið 5 og lið 4 Lið 4 og lið 1
6 lið
1. umferð 2. umferð
Lið 1 og lið 2 Lið 3 og lið 1
Lið 4 og lið 3 Lið 2 og lið 5
Lið 5 og lið 6 Lið 6 og lið 4
7 lið
1. umferð 2. umferð
Lið 1 og lið 2 Lið 2 og lið 3
Lið 3 og lið 4 Lið 4 og lið 5
Lið 6 og lið 5 Lið 7 og lið 6

Lið sem situr hjá hlýtur þrjú stig

Lið 7 situr hjá Lið 1 situr hjá Lið 4 situr hjá

Í öllum tilfellum keppa stigahæstu liðin til úrslita.

Birgit Raschhofer landsforseti 2008

——————————————————————————–