Uppskeruhátíð og landsstjórnarskipti


Uppskeruhátíð og landsstjórnarskipti

Það er komið að viðburði ársins! Uppskeruhátíð og landsstjórnarskipti JCI Íslands 2020-2021 verða haldin hátíðleg 9. janúar 2021.

Veitt verða verðlaun og viðurkenningar fyrir gott starf á árinu sem er að líða og ný landsstjórn tekur formlega við keflinu.

Þema kvöldsins er 1960 í tilefni af nýliðnu 60 ára afmæli.

Við höldum frábæra rafræna skemmtun þar sem við getum öll glaðst saman og fagnað árinu og árangrinum saman.

Verð: 1.500kr.
Innifalið í verði eru 2 bingóhappdrættismiðar og góð skemmtun.
Vinsamlega leggið inn á reikning 516-26-8376 kt. 630683-0929

BINGÓHAPPDRÆTTI

Ha, hvað er nú það? Jú, happdrætti með skemmtilegu sniði. Innifalið í verðinu eru tveir happdrættismiðar.

Húsið opnar kl. 19:00
Útsending mun hefjast kl. 19:00 laugardaginn 9. janúar og dagskrá hefst kl. 19:30.
Gott er að tengjast strax kl. 19 til að vera viss um að tenging sé í lagi 🙂

Skráðu þig hér og nú, eigum gleðilega stund saman, fögnum góðum árangri, full tilhlökkunar fyrir nýju ári fullu af reynslu, lærdóm og jákvæðum áhrifum <3

Dags. og tími:
09. Jan 2021
19:00

Staður:

0
Hlaða niður viðburð í iCal

Flokkur: No Categories