Uppskeruhátíð og Landsstjórnarskipti 2018 / 2019


Við viljum bjóða þér á einn flottasta viðburð ársins!
Uppskeruhátíð og landsstjórnarskipti JCI Íslands 2018-2019 verða haldin hátíðleg á Tunglinu, Lækjargötu 2a, 101, Reykjavík þann 12. janúar 2019.

Ný landsstjórn mun taka við kyndlinum og sú fyrri mun veita aðildarfélögum og félagsmönnum verðlaun og viðurkenningar fyrir vel unnin störf á nýju ári.

Þema kvöldsins er algeimurinn, stjörnur plánetur, stjörnustríð, hvaðeina sem tengist geimnum og þá er vel við hæfi að velja fínan klæðnað í stíl við þemað🌞🌝🌎🌗💫☄️✨

Verðið er 5900 kr, en hægt er að sækja um niðurgreiðslu viðburðarins hjá aðildarfélögunum.  JCI Esja og JCI Reykjavík styrkja sína félagsmenn um 2000 kr, en hægt er að sækja um niðurgreiðslu hjá stjórn JCI Lindar 2019 eftir viðburðinn.

Borðhald hefst kl 19:30

Skráning fer fram á jci.is. Við tökum við greiðslum með millifærslu inn á reikning 516-04-764159, kt. 630683-0929, MUNA að senda kvittun á sigurdurvs@jci.is

Skráningar og greiðslufrestur er til kl 23:59 þann 8. janúar 2019

 

Ath: Vinsamlegast skráið í athugasemd ef þið eruð með séróskir varðandi matinn /óþol/ofnæmi

 

Hlökkum til að sjá ykkur!

Landsstjórnir 2018/ 2019

Skráning

Bookings are closed for this event (For members only (then you need to log in or register) - or the event has already started and therefore it is closed for bookings)

Map Unavailable

Dags. og tími:
12. Jan 2019 - 13. Jan 2019
19:00 - 01:00

Staður:

0
Hlaða niður viðburð í iCal

Flokkur: