Páskaeggjaleit JCI Esju – frábær fjölskylduskemmtun


Hið árlega páskaglens JCI Esju verður haldið laugardaginn 19. apríl kl. 11 á skógræktarreit ríkisins að Mógilsá við Esjurætur (sjá kort neðst).
Frábær fjölskylduskemmtun fyrir alla JCI félaga og vini, börn þeirra, barnabörn, vinabörn, lánsbörn, systkini, frænda, frænkur….. (o.s.frv.)

ATH Nauðsynlegt er að skrá sig og öll börn sem taka þátt fyrir kl. 14 fimmtudaginn 17. apríl svo nóg sé af eggjum fyrir börnin!

Dagskrá:

  • Páskaeggjaleit – börnin leita að páskaeggjum í skóginum
  • Kakó, kaffi og með því – allir geta svo gætt sér á kaffi, heitu kakói og með því eftir leitina.
  • Öll börn fá svo veglegt súkkulaðiegg með sér heim.

Verð er aðeins 1.800 kr. fyrir hvert barn.

Upphæðin greiðist inn á bankareikning JCI Esju:

Reikningsnúmer: 114-26-50069

Kennitala: 500691-1239

Skráning
Skráning fer fram hjá Nínu á nina@jci.is eða í gegnum skráningarformið hér að neðan.
Taka þarf fram fjölda og nöfn barnanna og gott að hafa upplýsingar um fjölda fullorðinna líka.

Kort og leiðarlýsing:
Þegar komið er frá Reykjavík er beygt til hægri inn Lækjarmel áður en komið er að göngusvæði við Esjurætur. Keyrt er aðeins áfram Lækjarmel og svo beygt til vinstri inn að Mógilsá. Þá er að lokum beygt inn á bílastæði við hús skógræktarfélagsins. Að lokum er gengið aftan við húsið þar sem við hittumst og hefjum glensið.

Kort af Mógilsár-svæðinu

Kort af svæðinu

Skráning

Bookings are closed for this event (For members only (then you need to log in or register) - or the event has already started and therefore it is closed for bookings)

Dags. og tími:
19. Apr 2014
11:00 - 14:00

Staður:

0
Hlaða niður viðburð í iCal

Flokkur: