Kynningarkvöld JCI í HR, stofu V108


*English information below*

Kynningarkvöld – 11. febrúar 2016 kl. 20:00 í Háskólanum í Reykjavík, stofu V108.

Er JCI eitthvað fyrir þig?

JCI er fyrir alla á aldrinum 18-40 ára og er vettvangur til að sækja fullt af skemmtilegum námskeiðum, víkka út tengslanetið og ná sér í dýrmæta reynslu með því að hrinda í framkvæmd eigin hugmyndum og þeirri þekkingu sem maður hefur aflað sér.

Á fyrsta kvöldinu kynnum við hreyfinguna og þátttakendum gefst tækifæri til að kynnast félögum og fá betri innsýn í starfið. Við segjum frá því hvað það er sem við gerum, af hverju, hvernig og hvað er framundan hjá okkur. Einnig hvernig áhugasamir geti tekið þátt og notið ávaxta starfs okkar. Við förum við yfir þær leiðir sem við notum til að byggja upp sterka einstaklinga og hvernig það nýtist þér til að hafa jákvæð árif á samfélagið. Jafnframt verða næstu þrjú kvöld kynnt lauslega; hvað þau ganga út á, hvers má vænta af þeim og hvaða þekkingu/færni þátttakendur mega búast við að öðlast.

Mynd

Á kvöldinu verður hægt að skrá sig á ókeypis námskeiðsseríu JCI sem verður haldin næstu þrjá miðvikudaga þar á eftir

17. febrúar: árangursríkt hópastarf
24. febrúar: skilvirkir fundir
2. mars: skipulagning viðburða

Hlökkum til að sjá þig

Kveðja
Skipuleggjendur

———————-

Would you like to attend an introduction to JCI in English? Check the box below and we will be in contact with you when the next introduction night will be held in English.

Skráning

Bookings are closed for this event (For members only (then you need to log in or register) - or the event has already started and therefore it is closed for bookings)

Dags. og tími:
11. Feb 2016
20:00 - 22:00

Staður:
Háskólinn í Reykjavík

0
Hlaða niður viðburð í iCal

Flokkur: