Fjar JCI kaffi – samvera og samtal


Fyrsta FJAR JCI kaffi  verður miðvikudaginn 18. mars kl 19:00-20:30

Markmið JCI kaffi er að skapa öruggt rými fyrir félaga til eiga góðar samræður tengt eða ótengt starfinu og kynnast hvert öðru. Þar getum við spurt krefjandi spurninga og gefið hvort öðru tækifæri til þess að opna okkur og mynda nánd og byggja upp traust.

Fyrirkomulag JCI kaffi er ekki ósvipað Aristótelesarkaffi, nema hér einbeitum við okkur að starfinu. Félagar sem tekið hafa námskeið í lóðsun geta óskað eftir því að lóðsa og fengið að æfa sig að stýra samræðum.

Vegna aðstæðna út af COVID-19 munum við hittast á spjallforritinu Zoom og varpa spurningum á mentimeter. Þannig getum við öll tekið þátt sama hvort við séum hrædd við veirusmit, erum í sóttkví eða komumst ekki á staðinn út af einhverjum öðrum ástæðum 😉

Skráningarhlekkur á Zoom til að komast inn í spjallið: https://us04web.zoom.us/j/781839981?pwd=cCtueVdQVTM3YXNQZ29GOWdMUllXdz09

JCI kaffi verður haldið mánaðarlega út árið 2020.

Hvetjum alla félaga að mæta!

Skráning

Bookings are closed for this event (For members only (then you need to log in or register) - or the event has already started and therefore it is closed for bookings)

Dags. og tími:
18. Mar 2020
19:00 - 20:30

Staður:

0
Hlaða niður viðburð í iCal

Flokkur: