Fyrsti framkvæmdarstjórnarfundur 2018


Fyrsti FS fundur ársins 2018 verður haldinn laugardaginn 13. janúar kl 9:30-16:00 í Háskólanum í Reykjavík, stofu M104.

Á FS fundinum förum við yfir stærri málefni og tökum ákvarðanir sem varða JCI hreyfinguna alla. Aðildarfélagsforsetar og landsforseti hafa atkvæðisrétt en allir eru velkomnir og hvattir til þess að vera með. Fundurinn er tækifæri fyrir alla félagsmenn til að vita hvað um er að vera í JCI.

Á fundinum verður árið 2017 gert upp og farið verður yfir hvað er framundan á nýju ári. Stjórnir aðildarfélaganna, landsstjórn og embættismenn landsstjórnar munu kynna sína strategíu og aðgerðaráætlun fyrir komandi ár.

Það er margt spennandi framundan, taktu daginn frá og komdu og vertu með okkur 🙂

Fundardagskrá

1. Fundur settur
2. Sýn og hlutverk Junior Chamber International
3. Skipan embættismanna fundarins og kynning fundarmanna
4. Skýrslur landsstjórnar og embættismanna 2017
5. Skýrslur aðildarfélaga 2017
6. Framlagning og samþykki ársreiknings JCI Íslands 2017
7. Skýrsla um Íslensku akademíuna 2017
8. Sýn, stefna og lykilverkefni aðildarfélaga 2018
~hádegismatur~
9. Ávarp landsforseta 2018
10. Sýn og stefna JCI Íslands 2018
11. Kynning frá embættismönnum JCI Íslands 2018
12. Heimsókn varaheimsforseta 2018
13. Fjárhagsáætlun JCI Íslands 2018
14. Landsþing 2018
15. Önnur mál
16. Fundi slitið

Dags. og tími:
13. Jan 2018
09:30 - 16:00

Staður:

0
Hlaða niður viðburð í iCal

Flokkur: No Categories