Föstudagsferð Multitwinning 2018


Íslenskum JCI félögum gefst kostur á að koma með í dagsferð um Suðurlandið sem er hluti af Multitwinning JCI Esju 2018. Það verður pökkuð dagskrá þar sem þemað er náttúruleg orka.

Lagt er af stað kl. 9 frá Húsi verslunarinnar beint á móti Kringlunni. Byrjum við ferðina á að skoða orkusýningarnar við Ljósafoss og Írafoss, sem hafa fengið mikið lof. Stutt lýsing:

,,Á sýningunni geta gestir leyst þessa orku úr læðingi með því að nota eigin þyngd, styrk og afl. Einnig kynnast því hvernig Landsvirkjun vinnur allt sitt rafmagn úr vatni, jarðvarma og vindi og virkjar þannig krafta náttúrunnar til að knýja allt frá snjallsímum og eldavélum til stórra álvera.
Fjölbreytt og fræðandi sýningaratriði veitir tækifæri til að safna saman rafeindum, dæla úr lónum, fanga vindinn og lýsa upp heiminn á 120 árum.”

Næst verður farið á Friðheima í Reykholti sem eru orðnir frægir fyrir gróðurhúsin sín þar sem þau rækta tómata allan ársins hring með grænni orku. Þar fáum við leiðsögn og kynningu á svæðinu, og svo auðvitað heimalöguðu tómatsúpuna á hádegismat.

Geysir er síðan næsti viðkomustaður, því ekki er hægt að hafa orkuþemaða ferð án þess að sjá geysina okkar bókstaflega spýta orkunni úr jörðinni.

Næst er ferðinni haldið á Flúðir þar sem verður borðað nesti í fallegu umhverfi.

Á Flúðum er svokölluð Gamla laugin sem er 100% náttúruleg og helst í 38-40 gráðum. Við ætlum að dýfa okkur aðeins í hana og sýna erlendu gestunum hvað íslenskt vatn er best í heimi, hvort sem það er heitt eða kalt!

Að lokum endum við í Ingólfsskála í Ölfusi þar sem verður borinn fram kvöldmatur.

Áætluð koma í bæinn er kl. 23.00.

 

Verðið er 13 þús kr. fyrir íslenska félaga og er öll ferðin og matur innifalinn í því. Aðildafélögin hafa samþykkt að styrkja félaga til þess að taka þátt í þessum stútfulla degi með erlendu gestunum okkar. Síðasti skráningardagur er mánudagurinn 3. sept n.k. Lagt er inná rkn 0114-05-069319 kt. 500691-1239.

Vonum svo sannarlega að félagar nýti þetta tækifæri!

Fyrir frekari upplýsingar eða spurningar má hafa samband við Önnu Pálsdóttur í annapals@jci.is eða snr. 782-7792 eða Önnu Björgu í ansabjorg@gmail.com eða snr. 849-0402.

Skráning

Bookings are closed for this event (For members only (then you need to log in or register) - or the event has already started and therefore it is closed for bookings)

Dags. og tími:
07. Sep 2018
08:45 - 23:00

Staður:

0
Hlaða niður viðburð í iCal

Flokkur: