60 ára afmælisfögnuður
JCI Ísland varð 60 ára þann 5. september.
Laugardaginn 26. september höldum við glæsilegan rafrænan afmælisfögnuð og þú getur verið með.
Við klæðum okkur í fínu fötin eins og á venjulegu galakvöldi og fögnum heima.
Verð: 1.500kr
Dagskrá
“Húsið opnar” kl. 19:00
Útsending mun hefjast kl. 19:00 laugardaginn 26. september og dagskrá hefst kl. 19:30.
Gott er að tengjast strax kl. 19 til að vera viss um að tenging sé í lagi 🙂
Leikir, kveðjur, keppnir, skemmtiatriði… dagskráin er að mótast og hún lofar góðu! Hún kemur hingað inn ásamt fleiri upplýsingum.
Viltu senda inn afmæliskveðju? Eða áttu myndir sem þig langar að koma inn í myndasýninguna?
Taktu upp stutt myndband (30sek) fyrir afmæliskveðju og sendu okkur á netfangið 2020@jci.is. Myndir má einnig senda á 2020@jci.is
Hægt er að nota Wetransfer fyrir margar/stórar skrár (www.wetransfer.com)
Mælum með að taka upp í “landscape” frekar en “portrait” 🙂
Prufutenging
Hægt verður að tengjast við prufuútsendingu á föstudagskvöldið kl. 20, til þess að athuga hvort öll tækni sé að virka.

Myndasamkeppni
Dómnefnd velur bestu myndina og vinningshafi sem fær flott verðlaun verður tilkynntur á Rafrænum afmælisfögnuði JCI laugardagskvöldið 26. september.
Nánari upplýsingar um þátttöku á Facebook viðburðinum (Smelltu hér)
Dags. og tími:
26. Sep 2020
17:30 - 23:30
Hlaða niður viðburð í iCal
Flokkur: No Categories